Sú yngsta í sögunni til að hljóta tilnefningu Bjarki Sigurðsson skrifar 3. desember 2023 21:01 Embla Bachmann ásamt bókinni sem tilnefnd er til verðlaunanna. Vísir/Ívar Fannar Sautján ára stúlka sem er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna segist aldrei hafa átt von á viðlíka viðtökum við fyrstu bók sinni. Hún er sú yngsta í sögunni sem hlýtur tilnefningu til þessara virtu verðlauna. Fyrr á árinu gaf Embla Bachmann út bókina Stelpur stranglega bannaðar. Þetta er fyrsta bók Emblu en hún er fædd árið 2006 og er því sautján ára gömul. Sú yngsta í sögunni Embla er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bókina í flokki barna- og ungmennabókmennta. Þar með er hún yngsti rithöfundurinn til þess að fá tilnefningu til verðlaunanna frá upphafi. Embla segist aldrei hafa átt von á því að hljóta tilnefninguna. „Ég alveg hoppaði af kæti. Þetta kom mér mjög á óvart, bara rosalega þakklát og algjör heiður. Ég var aðallega að gera þetta upp á gamanið. Mér finnst ótrúlega gaman að skrifa og þetta er algjör plús, einhver svona viðurkenning,“ segir Embla. Þurfti foreldri með fyrir útgáfusamning Embla var aðeins ellefu ára gömul þegar hún ákvað að hún vildi verða rithöfundur. Hún byrjaði svo að skrifa þessa bók fyrir tveimur árum, þegar hún var fimmtán ára. Hún sagði þó foreldrum sínum ekki frá því strax. „Þau vissu það reyndar ekki fyrr en ég var komin með útgáfusamning. Þannig var mál með vexti að ég var bara sextán ára þannig ég þurfti að taka mömmu með því ég var undir lögaldri. Þannig mamma fékk bara að vita af þessu því hún þurfti að koma með að skrifa undir útgáfusamninginn,“ segir Embla. Annars hefðu þau aldrei fengið að vita af þessu fyrr en bókin væri komin út? „Já, og ég hefði verið alveg til í að rétta þeim bara eintak. En því miður gekk það ekki alveg upp,“ segir Embla að lokum og hlær. Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Bókaútgáfa Mest lesið Aldrei litið betur út þrátt fyrir alvarlegt slys Lífið Borðar það sem alltaf hefur verið til og léttist og léttist Lífið „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Hyggjast halda breytta Söngvakeppni á næsta ári Lífið Ný plata frá Birgi Hákoni: „Ég er ekki lengur þessi gaur nema í tónlistinni“ Lífið Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara Menning „Fimm ár af allskonar og hamingjan er enn hér“ Lífið Einfalt og frísklegt útlit fyrir hlaupið Lífið Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Lífið Eignaðist alvöru pungsa með alvöru pungsa Lífið Fleiri fréttir Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara Baráttan innra með manni eins og ljós og skuggar Bein útsending: Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bong Joon Ho verður stafrænn heiðursgestur á RIFF Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Þarf ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér „Smá eins og maður sé allsber fyrir framan alþjóð“ Forstöðumaðurinn fannst í Salnum Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba Snæbjörn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói Sjá meira
Fyrr á árinu gaf Embla Bachmann út bókina Stelpur stranglega bannaðar. Þetta er fyrsta bók Emblu en hún er fædd árið 2006 og er því sautján ára gömul. Sú yngsta í sögunni Embla er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bókina í flokki barna- og ungmennabókmennta. Þar með er hún yngsti rithöfundurinn til þess að fá tilnefningu til verðlaunanna frá upphafi. Embla segist aldrei hafa átt von á því að hljóta tilnefninguna. „Ég alveg hoppaði af kæti. Þetta kom mér mjög á óvart, bara rosalega þakklát og algjör heiður. Ég var aðallega að gera þetta upp á gamanið. Mér finnst ótrúlega gaman að skrifa og þetta er algjör plús, einhver svona viðurkenning,“ segir Embla. Þurfti foreldri með fyrir útgáfusamning Embla var aðeins ellefu ára gömul þegar hún ákvað að hún vildi verða rithöfundur. Hún byrjaði svo að skrifa þessa bók fyrir tveimur árum, þegar hún var fimmtán ára. Hún sagði þó foreldrum sínum ekki frá því strax. „Þau vissu það reyndar ekki fyrr en ég var komin með útgáfusamning. Þannig var mál með vexti að ég var bara sextán ára þannig ég þurfti að taka mömmu með því ég var undir lögaldri. Þannig mamma fékk bara að vita af þessu því hún þurfti að koma með að skrifa undir útgáfusamninginn,“ segir Embla. Annars hefðu þau aldrei fengið að vita af þessu fyrr en bókin væri komin út? „Já, og ég hefði verið alveg til í að rétta þeim bara eintak. En því miður gekk það ekki alveg upp,“ segir Embla að lokum og hlær.
Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Bókaútgáfa Mest lesið Aldrei litið betur út þrátt fyrir alvarlegt slys Lífið Borðar það sem alltaf hefur verið til og léttist og léttist Lífið „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Hyggjast halda breytta Söngvakeppni á næsta ári Lífið Ný plata frá Birgi Hákoni: „Ég er ekki lengur þessi gaur nema í tónlistinni“ Lífið Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara Menning „Fimm ár af allskonar og hamingjan er enn hér“ Lífið Einfalt og frísklegt útlit fyrir hlaupið Lífið Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Lífið Eignaðist alvöru pungsa með alvöru pungsa Lífið Fleiri fréttir Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara Baráttan innra með manni eins og ljós og skuggar Bein útsending: Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bong Joon Ho verður stafrænn heiðursgestur á RIFF Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Þarf ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér „Smá eins og maður sé allsber fyrir framan alþjóð“ Forstöðumaðurinn fannst í Salnum Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba Snæbjörn nýr leikhússtjóri í Tjarnarbíói Sjá meira