„Sorglegt“ ef pökkunum undir trénu fer ekki að fjölga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. desember 2023 13:47 Pakkarnir undir trénu eru færri en þeir hafa verið á sama tíma síðustu ár. Árleg jólagjafasöfnun Kringlunnar fyrir börn sem búa við bágan kost fer mjög illa af stað. Markaðsstjóri Kringlunnar segir það verða sorglega niðurstöðu ef söfnunin taki ekki við sér. „Þetta kom strax í ljós þegar við vorum að kveikja á trénu fyrir viku,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar. Mbl greindi fyrst frá dræmri þátttöku í söfnuninni. „Það er svona flott athöfn sem við höldum og mjög vel sótt. Það hefur verið svona upphafið, og við byrjum pakkasöfnunina um leið. Margar fjölskyldur sem koma með pakka, börnin fara með, kaupa gjafir, pakka inn og setja undir tréð. Þarna sáum við bara strax að það var eitthvað mjög skrýtið í gangi, og mjög lítið sem kom þann dag. Svo hefur öll þessi vika bara verið mjög róleg,“ segir Baldvina. Nokkrir pakkar séu komnir undir tréð og hún sé auðvitað þakklát fyrir hvern og einn þeirra. Þeir séu þó mun færri en á sama tíma flest undanfarin ár. Baldvina Snælaugsdóttir er markaðsstjóri Kringlunnar. Ekki óvænt Baldvina segist geta getið sér til um ástæður dræmrar þátttöku í söfnuninni þetta árið. „Eins og staðan er núna á vaxtamálum, fólk finnur mikið fyrir því og þarf meira að halda að sér höndum, hugsa um hverja krónu og vera skynsöm um því hverju er eytt og hvernig er verslað. Svo hefur fólk kannski áhyggjur af framtíðinni, það er auðvitað ekki gott hljóð í forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar, og það gæti stefnt í erfiðan vetur,“ segir Baldvina. Þegar fólk fari að spara séu safnanir eins og þessi oftar en ekki efst á niðurskurðarlistanum. „Því miður. En það þarf svo lítið til þess að gera svo mikið. En ég vona bara að þetta taki kipp. Þetta hefur áður farið rólega af stað og tekið kipp en þetta er óvenjulegt, þess vegna hefur maður áhyggjur.“ Dræm þátttaka hafi ekki komið sérstaklega á óvart. „Ég var hrædd um þetta. Þær hjálparstofnanir sem við erum í miklu samstarfi við, Fjölskylduhjálp, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar, eru byrjaðar að minna vel á sig. Hvort það verði ekki örugglega munað eftir þeim þegar við erum að deila út, eins og síðustu ár. Maður finnur að þau hafi áhyggjur. Þannig að þetta var viðbúið, en kannski ekki að þetta yrði svona slæmt,“ segir Baldvina. Jólaálfar á vegum Kringlunnar taka að sér að kaupa gjafir fyrir þau framlög sem berast á vefsíðu Kringlunnar. Bendir á jólaálfana Baldvina bendir á að einnig sé tekið á móti frjálsum framlögum á vefsíðu Kringlunnar. „Þá erum við með svona jólaálfa sem fara fyrir okkur og kaupa gjafir fyrir það sem safnast. Þetta safnast allt saman þannig að fimmhundruðkall er bara hellingur. Þegar allt kemur saman þá getur þetta orðið ansi stórt.“ Samtakamáttur Íslendinga hafi sýnt sig og sannað áður, og geri það vonandi núna. „Við erum að tala um jólagjafir fyrir börn. Jólin eru hátíð barnanna og mér finnst sorglegt ef okkur tekst ekki að styðja við bakið á þeim sem minnst mega sín,“ segir Baldvina. „En, við vonum það besta og ég trúi því að það rætist úr þessu.“ Kringlan Jól Reykjavík Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
„Þetta kom strax í ljós þegar við vorum að kveikja á trénu fyrir viku,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar. Mbl greindi fyrst frá dræmri þátttöku í söfnuninni. „Það er svona flott athöfn sem við höldum og mjög vel sótt. Það hefur verið svona upphafið, og við byrjum pakkasöfnunina um leið. Margar fjölskyldur sem koma með pakka, börnin fara með, kaupa gjafir, pakka inn og setja undir tréð. Þarna sáum við bara strax að það var eitthvað mjög skrýtið í gangi, og mjög lítið sem kom þann dag. Svo hefur öll þessi vika bara verið mjög róleg,“ segir Baldvina. Nokkrir pakkar séu komnir undir tréð og hún sé auðvitað þakklát fyrir hvern og einn þeirra. Þeir séu þó mun færri en á sama tíma flest undanfarin ár. Baldvina Snælaugsdóttir er markaðsstjóri Kringlunnar. Ekki óvænt Baldvina segist geta getið sér til um ástæður dræmrar þátttöku í söfnuninni þetta árið. „Eins og staðan er núna á vaxtamálum, fólk finnur mikið fyrir því og þarf meira að halda að sér höndum, hugsa um hverja krónu og vera skynsöm um því hverju er eytt og hvernig er verslað. Svo hefur fólk kannski áhyggjur af framtíðinni, það er auðvitað ekki gott hljóð í forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar, og það gæti stefnt í erfiðan vetur,“ segir Baldvina. Þegar fólk fari að spara séu safnanir eins og þessi oftar en ekki efst á niðurskurðarlistanum. „Því miður. En það þarf svo lítið til þess að gera svo mikið. En ég vona bara að þetta taki kipp. Þetta hefur áður farið rólega af stað og tekið kipp en þetta er óvenjulegt, þess vegna hefur maður áhyggjur.“ Dræm þátttaka hafi ekki komið sérstaklega á óvart. „Ég var hrædd um þetta. Þær hjálparstofnanir sem við erum í miklu samstarfi við, Fjölskylduhjálp, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar, eru byrjaðar að minna vel á sig. Hvort það verði ekki örugglega munað eftir þeim þegar við erum að deila út, eins og síðustu ár. Maður finnur að þau hafi áhyggjur. Þannig að þetta var viðbúið, en kannski ekki að þetta yrði svona slæmt,“ segir Baldvina. Jólaálfar á vegum Kringlunnar taka að sér að kaupa gjafir fyrir þau framlög sem berast á vefsíðu Kringlunnar. Bendir á jólaálfana Baldvina bendir á að einnig sé tekið á móti frjálsum framlögum á vefsíðu Kringlunnar. „Þá erum við með svona jólaálfa sem fara fyrir okkur og kaupa gjafir fyrir það sem safnast. Þetta safnast allt saman þannig að fimmhundruðkall er bara hellingur. Þegar allt kemur saman þá getur þetta orðið ansi stórt.“ Samtakamáttur Íslendinga hafi sýnt sig og sannað áður, og geri það vonandi núna. „Við erum að tala um jólagjafir fyrir börn. Jólin eru hátíð barnanna og mér finnst sorglegt ef okkur tekst ekki að styðja við bakið á þeim sem minnst mega sín,“ segir Baldvina. „En, við vonum það besta og ég trúi því að það rætist úr þessu.“
Kringlan Jól Reykjavík Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira