Innlent

Minnsta fylgi VG frá upp­hafi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Fylgi VG er það lægsta sem hefur mælst síðan hann kom inn á þing árið 1999.
Fylgi VG er það lægsta sem hefur mælst síðan hann kom inn á þing árið 1999. Vísir/Vilhelm

Fylgi ríkisstjórnarinnar heldur áfram að minnka samkvæmt nýjum þjóðarpúls frá Gallup. Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um eitt prósentustig á milli kannanna og situr nú í 33 prósentum.

Stjórnarflokkarnir minnka við sig

Eini flokkurinn í ríkisstjórn sem bætir við sig fylgi er Framsóknarflokkurinn sem fer úr 7,4 prósentum í 8,6 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn fer undir tuttugu prósentin og stendur nú í 19,8 prósentum og er það einnig minnsta fylgi Sjálfstæðisflokksins hjá Gallup frá upphafi.

Fylgi VG fellur enn frekar og stendur í rétt rúmum fimm prósentum. Það er minnsta fylgi flokksins síðan hann kom inn á þing árið 1999. Það er því alls ekki ómögulegt að öllu óbreyttu að flokkurinn falli út af þingi í næstu kosningum.

Samfylkingin áfram með forskotið

Samfylkingin heldur forskoti sínu og mælist nú með 28 prósenta fylgi. Það er lækkun um eitt prósent úr síðustu könnun. Miðflokkurinn mælist einnig með 9,4 prósent fylgi sem er umtalsverð hækkun frá síðustu kosningum. Litlar breytingar eru á fylgi annarra flokka.

Niðurstöður könnunarinnar má sjá í heild sinni á síðu Gallups.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×