Innlent

Nýr kafli hafinn á Reykja­nesi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Jarðskjálftavirkni fer áfram minnkandi og Veðurstofan segir nýjan kafla hafinn á Reykjanesi.
Jarðskjálftavirkni fer áfram minnkandi og Veðurstofan segir nýjan kafla hafinn á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga fer áfram minnkandi og flestir skjálftarnir undir einum að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni í dag.

Þar kemur einnig fram að virknin sé mest milli Sýlingarfells og Hagafells þar sem kvikugangurinn liggur. Samkvæmt Veðurstofunni er landris við Svartsengi enn stöðugt þrátt fyrir minni virkni við kvikuganginn.

„Atburðurinn sem hófst þann 25. október með mikilli skjálftavirkni sem náði toppi að kvöldi 10. nóbember þegar 15 km kvikugangurinn myndaðist er ekki lokið. En segja má með nokkurri vissu að nýr kafli sé hafinn þar sem að sama atburðarrás getur endurtekið sig,“ segir í tilkynningunni.

Veðurstofan segir að erfitt sé að segja til um hvenær næsta kvikuinnskot muni eiga sér stað og hvort það verði á svipuðum stað. Veðurstofan heldur áfram að vakta svæðið gaumgæfilega.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×