Innlent

Fyrsta fyrir­tækið í Grinda­vík til að hefja starf­semi á ný

Bjarki Sigurðsson skrifar
Vélsmiðja Grindavíkur er við Seljabót.
Vélsmiðja Grindavíkur er við Seljabót. Vélsmiðja Grindavíkur

Vélsmiðja Grindavíkur hefur fengið leyfi frá almannavörnum til þess að opna verslun sína á ný. Þetta er fyrsta fyrirtækið sem fær að hefja starfsemi sína í bænum á ný síðan hann var rýmdur föstudaginn 10. nóvember síðastliðinn. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Vélsmiðjunnar en Víkurfréttir greindu fyrst frá. 

Vélsmiðja Grindavíkur birti þessa færslu á Facebook-síðu sinni.

Vélsmiðjan verður opin milli klukkan níu og fjögur, sama tíma og bærinn er opinn fyrir íbúum samkvæmt reglum almannavarna. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×