Innlent

Gerir ekki upp á milli Finns, Sindra og Stefaníu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ása Ólafsdóttir er formaður dómnefndar sem lagði mat á umsækjendurna átta. Hún hefur verið dómari við Hæstarétt frá árinu 2020.
Ása Ólafsdóttir er formaður dómnefndar sem lagði mat á umsækjendurna átta. Hún hefur verið dómari við Hæstarétt frá árinu 2020. Vísir/Einar

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Hérðasdóm Reykjavíkur segir að Finnur Þór Vilhjálmsson, Sindri M. Stephensen og Stefanía G. Sæmundsdóttir séu hæfust umsækjendanna þriggja.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins. Átta umsóknir bárust um embættið sem ráðuneytið auglýsti þann 29. september. 

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur nú skilað umsögn sinni um umsækjendur. Það er niðurstaða nefndarinnar að Finnur Þór, Sindri og Stefanía séu hæfust umsækjenda til að hljóta setningu í hið lausa embætti og verði ekki gert upp á milli þeirra þriggja. 

Finnur Þór hefur starfað sem saksóknari hjá Embætti héraðssaksóknara undanfarin ár. Hann er 44 ára. Sindri Þór hefur starfað við lagadeild Háskólans í Reykjavík þar sem hann er dósent við lagadeild. Hann er 34 ára. Stefanía er 56 ára og hefur um árabil starfað sem saksóknari hjá ríkissaksóknara. 

Umsagnirnar í heild og feril umsækjenda má lesa hér.

Dómnefndina skipuðu þau Ása Ólafsdóttir formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×