Húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga fyrir 240 milljónir á mánuði Árni Sæberg skrifar 24. nóvember 2023 11:59 Sigurður Ingi mun leggja fram frumvarp um húsnæðisstuðning við Grindvíkinga í næstu viku. Stöð 2/Ívar Fannar Ríkisstjórnin samþykkti á ríkisstjórnarfundi í dag stuðningsaðgerðir til að mæta húsnæðisþörfum Grindvíkinga vegna jarðhræringa á svæðinu. Aðgerðirnar fela meðal annars í sér tímabundinn fjárhagslegan stuðning vegna aukins húsnæðiskostnaðar Grindvíkinga. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar segir að sett verði í forgang að tryggja Grindvíkingum húsnæði til leigu á meðan á almannvarnarástandi og rýmingu stendur, og eftir atvikum lengur ef þörf krefur. 240 milljónir á mánuði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra muni í næstu viku leggja fram frumvarp á Alþingi um sértækan húsnæðisstuðning til að koma til móts við aukinn kostnað þeirra sem þurfa að leigja sér húsnæði utan Grindavíkur vegna jarðhræringanna. Stuðningurinn verði tímabundinn til þriggja mánaða og endurskoðaður fyrir lok þess tímabils með tilliti til þarfar á áframhaldandi stuðningi. Veittur verði mánaðarlegur húsnæðisstuðningur sem fari stighækkandi eftir fjölda heimilisfólks gegn framvísun skráðs leigusamnings. Gert sé ráð fyrir að heildarkostnaður við slíkt stuðningskerfi geti numið um 220 til 240 milljónum króna á mánuði. Kaupa íbúðarhúshæði fyrir Grindvíkinga Alls hafi verið um 3.700 íbúar skráðir með lögheimili í Grindavík áður en þær jarðhræringar sem nú standa yfir hófust. Miðað við þær umsóknir sem borist hafa um skammtímahúsnæði sé talið að um 700 einstaklingar eða um 200 fjölskyldur þurfi á húsnæði að halda fyrir áramót eins og er. Flest þeirra hafi óskað eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu eða Suðurnesjum. Til að mæta húsnæðisþörf Grindvíkinga, sem rýma hafa þurft heimili sín, hafi meðal annars verið leitað til Bríetar leigufélags, sem er að fullu í eigu ríkisins, um að kaupa allt að 150 nýjar íbúðir á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess, til leigu fyrir Grindvíkinga. Leitað verði hagstæðustu tilboða í eignirnar sem fjármagnaðar verði af Húsnæðissjóði. Þá muni Bjarg íbúðafélag koma að því að mæta sérstaklega húsnæðisþörf tekjulægri heimila í Grindavík með mögulegum kaupum á allt að sextíu íbúðum. Gert sé ráð fyrir að íbúðirnar verði til afhendingar á næstu vikum. Samtals verði því unnt í samstarfi við Grindavíkurbæ að ráðstafa allt að 210 nýjum íbúðum innan skamms til Grindvíkinga til að leysa brýna húsnæðisþörf. Grundvöllur verkefnisins sé að samningar náist við verktaka um kaup á tilbúnum íbúðum á hagstæðu verði og ráðist verði í það í skrefum samhliða stöðugu mati á húsnæðisþörf. Litið sé á verkefnið sem tímabundið á meðan óvissu gætir um framhald mála vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Sérstök viljayfirlýsing hafi verið undirrituð í Ráðherrabústaðnum í dag við leigufélögin Bríeti og Bjarg um kaup á ofangreindum íbúðum. Stofna starfshóp um færanlegar húsnæðiseiningar Sérstakur starfshópur hafi einnig verið settur á laggirnar til að kanna fýsileika á kaupum á tilbúnum, hagstæðum og færanlegum húsnæðiseiningum sem hægt væri að fá afhentar með tiltölulega stuttum fyrirvara. Sá hópur hafi einnig það hlutverk að kanna möguleg landsvæði, einkum á Reykjanesi eða á höfuðborgarsvæðinu, með þessa útfærslu í huga þar sem fyrir eru ákveðnir innviðir sem nauðsynlegir séu. Reynt verði að hraða vinnu starfshópsins eins og kostur er. „Með slíkri lausn væri hægt að mæta húsnæðisþörf Grindvíkinga til lengri tíma, og mæta jafnframt annarri brýnni þörf fyrir hentugu húsnæði á viðráðanlegum kjörum.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar segir að sett verði í forgang að tryggja Grindvíkingum húsnæði til leigu á meðan á almannvarnarástandi og rýmingu stendur, og eftir atvikum lengur ef þörf krefur. 240 milljónir á mánuði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra muni í næstu viku leggja fram frumvarp á Alþingi um sértækan húsnæðisstuðning til að koma til móts við aukinn kostnað þeirra sem þurfa að leigja sér húsnæði utan Grindavíkur vegna jarðhræringanna. Stuðningurinn verði tímabundinn til þriggja mánaða og endurskoðaður fyrir lok þess tímabils með tilliti til þarfar á áframhaldandi stuðningi. Veittur verði mánaðarlegur húsnæðisstuðningur sem fari stighækkandi eftir fjölda heimilisfólks gegn framvísun skráðs leigusamnings. Gert sé ráð fyrir að heildarkostnaður við slíkt stuðningskerfi geti numið um 220 til 240 milljónum króna á mánuði. Kaupa íbúðarhúshæði fyrir Grindvíkinga Alls hafi verið um 3.700 íbúar skráðir með lögheimili í Grindavík áður en þær jarðhræringar sem nú standa yfir hófust. Miðað við þær umsóknir sem borist hafa um skammtímahúsnæði sé talið að um 700 einstaklingar eða um 200 fjölskyldur þurfi á húsnæði að halda fyrir áramót eins og er. Flest þeirra hafi óskað eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu eða Suðurnesjum. Til að mæta húsnæðisþörf Grindvíkinga, sem rýma hafa þurft heimili sín, hafi meðal annars verið leitað til Bríetar leigufélags, sem er að fullu í eigu ríkisins, um að kaupa allt að 150 nýjar íbúðir á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess, til leigu fyrir Grindvíkinga. Leitað verði hagstæðustu tilboða í eignirnar sem fjármagnaðar verði af Húsnæðissjóði. Þá muni Bjarg íbúðafélag koma að því að mæta sérstaklega húsnæðisþörf tekjulægri heimila í Grindavík með mögulegum kaupum á allt að sextíu íbúðum. Gert sé ráð fyrir að íbúðirnar verði til afhendingar á næstu vikum. Samtals verði því unnt í samstarfi við Grindavíkurbæ að ráðstafa allt að 210 nýjum íbúðum innan skamms til Grindvíkinga til að leysa brýna húsnæðisþörf. Grundvöllur verkefnisins sé að samningar náist við verktaka um kaup á tilbúnum íbúðum á hagstæðu verði og ráðist verði í það í skrefum samhliða stöðugu mati á húsnæðisþörf. Litið sé á verkefnið sem tímabundið á meðan óvissu gætir um framhald mála vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Sérstök viljayfirlýsing hafi verið undirrituð í Ráðherrabústaðnum í dag við leigufélögin Bríeti og Bjarg um kaup á ofangreindum íbúðum. Stofna starfshóp um færanlegar húsnæðiseiningar Sérstakur starfshópur hafi einnig verið settur á laggirnar til að kanna fýsileika á kaupum á tilbúnum, hagstæðum og færanlegum húsnæðiseiningum sem hægt væri að fá afhentar með tiltölulega stuttum fyrirvara. Sá hópur hafi einnig það hlutverk að kanna möguleg landsvæði, einkum á Reykjanesi eða á höfuðborgarsvæðinu, með þessa útfærslu í huga þar sem fyrir eru ákveðnir innviðir sem nauðsynlegir séu. Reynt verði að hraða vinnu starfshópsins eins og kostur er. „Með slíkri lausn væri hægt að mæta húsnæðisþörf Grindvíkinga til lengri tíma, og mæta jafnframt annarri brýnni þörf fyrir hentugu húsnæði á viðráðanlegum kjörum.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira