Elsta steinhús bæjarins ónýtt Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 23. nóvember 2023 16:52 Gríðarlegar sprungur hafa myndast í húsinu. Stöð 2/Einar Elsta steinhús Grindavíkur er stórskemmt eftir hamfarir síðustu daga. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur beint því til íbúa þess að tæma það alveg. Þrjár fjölskyldur bjuggu í húsinu. Marta Karlsdóttir, íbúi að Víkurbraut 10 í Grindavík, segir að húsið hafi í gegnum árum sinnt ýmsum hlutverkum í bænum. Einar Einarsson kaupmaður í Garðhúsum hafi reist það á sínum tíma og þar hafi verið verslun fyrst um sinn. Síðan hafi verið þar niðursuðuverksmiðja og loks íbúðir fyrir mikinn fjölda Grindvíkinga. Húsið við Víkurbraut.Vísir/Einar Fréttamaður ræddi við Mörtu fyrr í dag þegar verið var að tæma allar eigur fjölskyldu hennar úr húsinu. Hún segir að Náttúruhamfaratrygging hafi haft samband við íbúa hússins og sagt að húsið hefði verið metið svo að það þyrfti að tæma. Þó hafi það ekki verið metið ónýtt að svo stöddu en hún búist staðfastlega við því að svo fari. Hún voni þó að húsið fái að standa. „Það hefur mikið sögulegt gildi fyrir Grindavík. Ég vona að það sé eitthvað hægt að bjarga því.“ Ætluðu aldrei að flytja úr húsinu Marta segir að þrjár fjölskyldur búi í húsinu. Hún og maðurinn hennar, tengdamóðir hennar og mágur hennar og svilkona. „Við ætluðum ekkert að flytja. Aldrei. Maðurinn minn ólst hérna upp og eins Sigurður [bróðir hans]. Hann hefur aldrei búið annars staðar. Þetta er ótrúlega skrýtið, við ætluðum aldrei að fara. Þetta var bara okkar heimili þar til að við færum. Þannig að það eru miklar tilfinningar, það þarf að pakka þeim saman. Það er ótrúlega skrýtið að þurfa að tæma ævi sína á þremur tímum.“ Sér ekki fram á að flytja aftur í bæinn Ætlið þið að búa áfram í Grindavík? „Ég hef ekki neinn brjálæðislegan áhuga á því að búa áfram í Grindavík, í kjölfar þess sem er að gerast og á eftir að gerast, ég veit það ekki. Fyrst að það er búið að taka ákvörðun fyrir mig, að ég geti ekki komið til baka, þá hugsa ég að ég kaupi einhvers staðar annars staðar. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn fjölmargra Grindvíkinga sem fengu að fara heim til sín í dag að sækja verðmæti. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og sjá skemmdirnar. 23. nóvember 2023 14:22 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Marta Karlsdóttir, íbúi að Víkurbraut 10 í Grindavík, segir að húsið hafi í gegnum árum sinnt ýmsum hlutverkum í bænum. Einar Einarsson kaupmaður í Garðhúsum hafi reist það á sínum tíma og þar hafi verið verslun fyrst um sinn. Síðan hafi verið þar niðursuðuverksmiðja og loks íbúðir fyrir mikinn fjölda Grindvíkinga. Húsið við Víkurbraut.Vísir/Einar Fréttamaður ræddi við Mörtu fyrr í dag þegar verið var að tæma allar eigur fjölskyldu hennar úr húsinu. Hún segir að Náttúruhamfaratrygging hafi haft samband við íbúa hússins og sagt að húsið hefði verið metið svo að það þyrfti að tæma. Þó hafi það ekki verið metið ónýtt að svo stöddu en hún búist staðfastlega við því að svo fari. Hún voni þó að húsið fái að standa. „Það hefur mikið sögulegt gildi fyrir Grindavík. Ég vona að það sé eitthvað hægt að bjarga því.“ Ætluðu aldrei að flytja úr húsinu Marta segir að þrjár fjölskyldur búi í húsinu. Hún og maðurinn hennar, tengdamóðir hennar og mágur hennar og svilkona. „Við ætluðum ekkert að flytja. Aldrei. Maðurinn minn ólst hérna upp og eins Sigurður [bróðir hans]. Hann hefur aldrei búið annars staðar. Þetta er ótrúlega skrýtið, við ætluðum aldrei að fara. Þetta var bara okkar heimili þar til að við færum. Þannig að það eru miklar tilfinningar, það þarf að pakka þeim saman. Það er ótrúlega skrýtið að þurfa að tæma ævi sína á þremur tímum.“ Sér ekki fram á að flytja aftur í bæinn Ætlið þið að búa áfram í Grindavík? „Ég hef ekki neinn brjálæðislegan áhuga á því að búa áfram í Grindavík, í kjölfar þess sem er að gerast og á eftir að gerast, ég veit það ekki. Fyrst að það er búið að taka ákvörðun fyrir mig, að ég geti ekki komið til baka, þá hugsa ég að ég kaupi einhvers staðar annars staðar.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn fjölmargra Grindvíkinga sem fengu að fara heim til sín í dag að sækja verðmæti. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og sjá skemmdirnar. 23. nóvember 2023 14:22 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
„Maður vill ekkert meira en að búa áfram á þessu heimili“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn fjölmargra Grindvíkinga sem fengu að fara heim til sín í dag að sækja verðmæti. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og sjá skemmdirnar. 23. nóvember 2023 14:22