Innlent

Til­kynntar nauðganir ekki færri í þrettán ár

Bjarki Sigurðsson skrifar
Eygló Harðardóttir er verkefnastjóri afbrotavarna hjá Ríkislögreglustjóra.
Eygló Harðardóttir er verkefnastjóri afbrotavarna hjá Ríkislögreglustjóra.

Umtalsverð fækkun hefur verið á tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglu. Ekki hafa færri nauðganir verið tilkynntar á síðustu þrettán árum. Verkefnastjóri hjá lögreglunni segir tölurnar líkjast því sem sást í Covid-faraldrinum. 

Á fyrstu níu mánuðum þessa árs var tilkynnt um 126 nauðganir, samanborið við 191 á sama tímabili á síðasta ári. Samsvarar það 34 prósent fækkun. 89 þessara nauðgana áttu sér stað á þessu ári en aðrar tilkynningar voru af eldri brotum. Samsvarar það 45 prósent fækkun miðað við sama tímabil í fyrra.

Svipað og í Covid

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot. Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri afbrotavarna hjá Ríkislögreglustjóra, segir þetta mikla fækkun.

„Við sáum sambærilegar tölur í Covid þegar skemmtanalífið var lokað. Síðan þegar það var aftur opnað fjölgaði þeim. Það var farið í aukna vitundarvakningu og svo hefur verið töluverð umræða í samfélaginu. Við erum að vonast til þess að hún sé meðal annars að skila því að það séu einfaldlega að eiga sér stað færri brot en við getum ekki fullyrt að svo sé,“ segir Eygló. 

Tólf ára aldursmunur

Meðal gerandi í þessum málum er 35 ára karlmaður og meðal þolandi er 23 ára kona. Eygló segir þann aldursmun hafa verið gegnumgangandi í slíkum málum síðustu ár.

„Þetta er það sem við höfum séð gegnumgandandi. Við höfum líka séð tímabil þar sem við erum með 40 - 60 prósent undir 18 ára,“ segir Eygló. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×