Lífið

Björk og Rosalia gefa út lag til höfuðs sjókvíaeldi á morgun

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Björk og Rosalia hafa aldrei unnið saman áður.
Björk og Rosalia hafa aldrei unnið saman áður.

Björk gagnrýnir íslenska sjókvíaeldisiðnaðinn harðlega í nýrri tilkynningu. Þar segist hún á morgun gefa út nýtt lag með spænsku söngkonunni Rosaliu sem ber heitið „oral.“

Á samfélagsmiðlinum Instagram skrifar Björk að um sé að ræða 25 ára gamalt lag sem hún hafi endurgert með Rosaliu. Allur ágóði mun renna til baráttunnar gegn sjókvíaeldi á Íslandi.

Rosali­a er heims­fræg spænsk söng­kona sem skaust upp á stjörnu­himininn árið 2018. Hún hefur verið ein stærsta stjarna latín­tón­listar undan­farin ár. Björk hefur áður tilkynnt að þær listakonurnar séu sameinaðar í andstöðu sinni gegn sjókvíaeldi.

„Laxeldi í opnum sjókvíum er hræðileg umhverfið, laxinn upplifir miklar þjáningar og þetta veldur plánetunni okkar miklum skaða,“ skrifar Björk á Instagram.

Hún segir um einstaklega grimmilega aðferð að ræða til matvælaframleiðslu og sakar norsku laxeldisfyrirtækin MOWI og SalMar sem reka Arctic Fish og Arnarlax hér á landi um að hafa þegar skaðað stór svæði í íslenskum fjörðum. Björk segir að enn sé hægt að snúa þróuninni við.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.