Innlent

Vin­konur með jólamarkað á Skaga­strönd

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Vinkonurnar, sem standa annað árið í röð fyrir jólamarkaði í félagsheimilinu á Skagaströnd en það eru þær Helena Mara, Emilía Ýr og Þórey Fjóla.
Vinkonurnar, sem standa annað árið í röð fyrir jólamarkaði í félagsheimilinu á Skagaströnd en það eru þær Helena Mara, Emilía Ýr og Þórey Fjóla. Aðsend

Það stendur mikið til á Skagaströnd í dag því þrjár vinkonur á staðnum hafa sett upp jólamarkað í félagsheimilinu Fellsborg. Á markaðnum verður fjölbreytt úrval af gjafavöru, snyrtivöru, matvöru og handverki eftir heimamenn til sölu.

Vinkonurnar Helena Mara, Emilía Ýr og Þórey Fjóla heldu samskonar jólamarkað fyrir síðustu jól en sá markaður gekk svo vel að þær ákváðu að endurtaka leikinn og verður jólamarkaðurinn í dag frá klukkan eitt til sex í félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd.

En hvað kemur til með þennan mikla áhuga hjá vinkonunum á jólamarkaði annað árið í röð?

„Okkur fannst vanta eitthvað aðeins meira upp á jólastemminguna í bæinn okkar og markaðurinn var okkur öllum ofarlega í huga hjá okkur, sem stöndum að þessu. Við ákváðum bara að kýla á þetta og ákváðum að endurtaka leikinn í ár því þetta gekk svo vel í fyrra og þetta hefur gengið enn þá betur núna með að fá söluaðila til að taka þátt,“ segir Helena.

Fjölbreytt handverk frá heimafólki verður meðal annars til sölu á jólamarkaðnum.Aðsend

Já, Helena segir að nú sé búið að fylla félagsheimilið af fjölbreyttum sölubásum en í dag verða 28 seljendur í félagsheimilinu með allskonar vörur til sölu.

„Við lofum alvöru jólastemmingu ekki síst ef einhverjir eru ekki komnir í gírinn, þá er bara tilvalið að koma við og jólaandinn mun hellast yfir fólk,“ segir Helena.

Og er að myndast jólastemming á Skagaströnd?

„Já, hún er alltaf að koma með hverjum degi, sem líður nær desember, jólaljósunum fjölgar og fjölgar,“ segir Helena að lokum.

Markaðurinn er í félagsheimilinu Fellsborg og verður opinn til klukkan 18:00 í dag.Aðsend


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×