Innlent

Kvikugasið stað­festi að kvikan liggi grunnt

Jón Þór Stefánsson skrifar
„Tíminn verður bara að leiða það í ljós,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur.
„Tíminn verður bara að leiða það í ljós,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, segir að kvikugasið sem mældist í borholu í Svartsengi staðfesti að kvika sé staðsett grunnt austan við Þorbjörn.

Hann segir enn þá ráðlagt að spá því að talsverðar líkur séu á eldgosi.

„Hún hefur síðustu daga farið mjög hægt minnkandi,“ sagði Benedikt um skjálftavirkni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður segir hann erfitt að túlka hvaða þýðingu minnkandi skjálftavirkni hafi.

„Við erum enn þá í þeirri óvissu að halda að það verði gos, en kannski er það vísbending um eitthvað, en það er of snemmt að segja.“

Þá segir Benedikt að sigdalurinn, sem myndast hafi í Grindavík haldi áfram að síga. „Þetta er að síga um svona fimm sentímetra á dag, enn þá,“ segir hann og líkir siginu við skjálftavirknina, það sé hægt minnkandi.

„Við verðum enn að telja að það séu miklar líkur á gosi, en tíminn verður bara að leiða það í ljós.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×