Emmsjé Gauti á leið í uppistand Íris Hauksdóttir skrifar 16. nóvember 2023 13:06 Emmsjé Gauti mun spreyta sig á uppistandi annað kvöld. Vísir/Vilhelm Uppistandssýningin Púðursykur hefur notið mikilla vinsælda en hún er sýnd í Sykursalnnum í Vatnsmýri. Óvæntur gestur mun stíga á svið en hann er þekktur fyrir allt annað en uppistand. Björn Bragi heldur utan um viðburðinn en þau Dóri DNA, Saga Garðarsdóttir og Jóhann Alfreð stíga á stokk ásamt mismunandi gestum sem eiga það sameiginlegt að hafa aldrei komið nálælgt uppistandi fyrr en nú. Nýjasti gestur hópsins er tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr, betur þekktur sem Emmsjé Gauti. Hann segist vera hæfilega stressaður fyrir kvöldinu. Emmsjé Gauti segist hæfilega stressaður fyrir kvöldinu.Vísir/Vilhelm „Ég ætla að reyna mitt besta að koma smá brosi á andlit fólksins í salnum, segir Gauti léttur og heldur áfram. Framan af kvöldi verð ég í hlutverki kynnisins en fæ svo að spreyta mig á uppistandi þegar líður á kvöldið.“ Lengi langað að spreyta sig Spurður hvernig kvöldið leggist í hann segist Gauti vera að upplifa nýja tilfinningu. „Þetta er fiðringur í maganum sem ég kannast þó alveg við. Það er hollt að vera stressaður. Þegar góður brandari virkar á sviði hellist yfir mann æðisleg tilfinning. Mig hefur lengi langað til að spreyta mig á uppistandi þó ég hafi ekki tekið hugmyndina alla leið fyrr en nú. Það verður að spennandi að sjá hver útkoman verður.“ Björn Bragi stýrir uppistandssýningunni Púðursykur í Sykursalnum.aðsend Sjálfur segir Björn uppistandskvöldin hafa gengið vel í vetur. „Það er búið að vera fáranlegt fjör á öllum okkar sýningum í vetur, bæði í salnum sem og innan hópsins sem stendur að Púðursykri. Við höfum aðeins verið að róterea með sýninguna okkar á milli sem er skemmtilegt fyrirkomulag og hefur reynst vel. Þannig verða sýningarnar lifandi og allar mjög ólíkar innbirgðis.“ Söngvarinn síkáti, Jón Jónsson var gesta-uppistandari hjá Púðursykri fyrr í vetur.aðsend Hann segist mjög spenntur að fylgjast með Gauta spreyta sig. „Við erum öll gríðarlega spennt að fá Gauta til liðs við okkur á morgun. Ég veit að hann hefur verið með uppistangsbakteríu í mörg ár og hef mikla trú á því að hann eigi vel heima í þessu hlutverki. Hann er svo fyndinn gaur og auðvitað fáir sem njóta sín betur á sviði en hann.“ Grín og gaman Uppistand Tengdar fréttir Jón Jónsson á leið í uppistand: „Hann er óslípaður demantur“ Tilraunakvöld í uppistandi verður haldið í Sykursalnum þann 14. september. Björn Bragi heldur utan um viðburðinn en þau Dóri DNA, Saga Garðarsdóttir og Jóhann Alfreð munu stíga á stokk. Söngvarinn Jón Jónsson verður kynnir kvöldsins en þegar líður á kvöldið mun hann grípa í mígrafóninn og reyna í fyrsta sinn fyrir sér í uppistandi. 7. september 2023 12:32 Saga Garðars blómleg á uppistandi: „Það er nýtt barn á leiðinni“ Leikkonan og grínistinn Saga Garðarsdóttir og tónlistarmaðurinn Snorri Helgason eiga von á sínu öðru barni í lok árs. 25. september 2023 13:43 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Björn Bragi heldur utan um viðburðinn en þau Dóri DNA, Saga Garðarsdóttir og Jóhann Alfreð stíga á stokk ásamt mismunandi gestum sem eiga það sameiginlegt að hafa aldrei komið nálælgt uppistandi fyrr en nú. Nýjasti gestur hópsins er tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr, betur þekktur sem Emmsjé Gauti. Hann segist vera hæfilega stressaður fyrir kvöldinu. Emmsjé Gauti segist hæfilega stressaður fyrir kvöldinu.Vísir/Vilhelm „Ég ætla að reyna mitt besta að koma smá brosi á andlit fólksins í salnum, segir Gauti léttur og heldur áfram. Framan af kvöldi verð ég í hlutverki kynnisins en fæ svo að spreyta mig á uppistandi þegar líður á kvöldið.“ Lengi langað að spreyta sig Spurður hvernig kvöldið leggist í hann segist Gauti vera að upplifa nýja tilfinningu. „Þetta er fiðringur í maganum sem ég kannast þó alveg við. Það er hollt að vera stressaður. Þegar góður brandari virkar á sviði hellist yfir mann æðisleg tilfinning. Mig hefur lengi langað til að spreyta mig á uppistandi þó ég hafi ekki tekið hugmyndina alla leið fyrr en nú. Það verður að spennandi að sjá hver útkoman verður.“ Björn Bragi stýrir uppistandssýningunni Púðursykur í Sykursalnum.aðsend Sjálfur segir Björn uppistandskvöldin hafa gengið vel í vetur. „Það er búið að vera fáranlegt fjör á öllum okkar sýningum í vetur, bæði í salnum sem og innan hópsins sem stendur að Púðursykri. Við höfum aðeins verið að róterea með sýninguna okkar á milli sem er skemmtilegt fyrirkomulag og hefur reynst vel. Þannig verða sýningarnar lifandi og allar mjög ólíkar innbirgðis.“ Söngvarinn síkáti, Jón Jónsson var gesta-uppistandari hjá Púðursykri fyrr í vetur.aðsend Hann segist mjög spenntur að fylgjast með Gauta spreyta sig. „Við erum öll gríðarlega spennt að fá Gauta til liðs við okkur á morgun. Ég veit að hann hefur verið með uppistangsbakteríu í mörg ár og hef mikla trú á því að hann eigi vel heima í þessu hlutverki. Hann er svo fyndinn gaur og auðvitað fáir sem njóta sín betur á sviði en hann.“
Grín og gaman Uppistand Tengdar fréttir Jón Jónsson á leið í uppistand: „Hann er óslípaður demantur“ Tilraunakvöld í uppistandi verður haldið í Sykursalnum þann 14. september. Björn Bragi heldur utan um viðburðinn en þau Dóri DNA, Saga Garðarsdóttir og Jóhann Alfreð munu stíga á stokk. Söngvarinn Jón Jónsson verður kynnir kvöldsins en þegar líður á kvöldið mun hann grípa í mígrafóninn og reyna í fyrsta sinn fyrir sér í uppistandi. 7. september 2023 12:32 Saga Garðars blómleg á uppistandi: „Það er nýtt barn á leiðinni“ Leikkonan og grínistinn Saga Garðarsdóttir og tónlistarmaðurinn Snorri Helgason eiga von á sínu öðru barni í lok árs. 25. september 2023 13:43 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Jón Jónsson á leið í uppistand: „Hann er óslípaður demantur“ Tilraunakvöld í uppistandi verður haldið í Sykursalnum þann 14. september. Björn Bragi heldur utan um viðburðinn en þau Dóri DNA, Saga Garðarsdóttir og Jóhann Alfreð munu stíga á stokk. Söngvarinn Jón Jónsson verður kynnir kvöldsins en þegar líður á kvöldið mun hann grípa í mígrafóninn og reyna í fyrsta sinn fyrir sér í uppistandi. 7. september 2023 12:32
Saga Garðars blómleg á uppistandi: „Það er nýtt barn á leiðinni“ Leikkonan og grínistinn Saga Garðarsdóttir og tónlistarmaðurinn Snorri Helgason eiga von á sínu öðru barni í lok árs. 25. september 2023 13:43