Eldgos geti brotist út á næstu klukkutímum Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. nóvember 2023 19:36 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, segir að staðan sé alvarlegri en hún var fyrr í dag og eldgos geti brotist út hvenær sem er á næstu klukkutímum. Stöð 2 Sviðsstjóri almannavarna segir að staðan í Grindavík sé alvarlegri en hún var fyrr í dag. Ljóst sé að það verði eldgos og að það gæti gerst hvenær sem er á næstu klukkustundum. Þá muni eldgosið ekki gera vart við sig áður en það brýst út. Samkvæmt nýjustu upplýsingum Veðurstofunnar hafa líkur á eldgosi aukist verulega og er kvika komin á 800 metra dýpi. Öllum aðgerðum vegna ástandsins í Grindavík er stýrt úr samhæfingarmiðstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Það hafa staðið yfir fundir hjá almannavörnum í allan dag vegna ástandsins í Grindavík. Fréttastofa ræddi við Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna, um nýjustu vendingar. Breyta þessa nýju upplýsingar stöðunni eitthvað hjá ykkur? „Að vissu leyti gera þær það. Við vorum með lítinn hóp inni í Grindavík að störfum í eftirliti og viðgerðum í dag þegar þessar upplýsingar komu. Nú er enginn eftir þar, við erum búin að færa alla út fyrir þetta öryggissvæði sem við erum búin að gera í kringum þessa sprungu,“ sagði Víðir. „Líka það að það voru áætlanir um að Grindvíkingar gætu hugsanlega farið heim að sækja allra brýnustu nauðsynjar á morgun og þetta setur það kannski í uppnám líka þannig við verðum bara að sjá hvernig staðan verður eftir nóttina,“ sagði hann einnig. Þetta er stærra svæði núna sem enginn fær að koma inn á? „Við erum búin að útvíkka þetta örlítið frá því sem var og það er samkvæmt þessum upplýsingum sem við höfum verið að fá frá jarðvísindamönnum í dag,“ sagði Víðir. Styttra í eldgos en áður Víðir segir ljóst að það sé styttra í eldgos en það var í dag. Það geti gerst á næstu klukkutímum og það verði engar frekari viðvaranir áður en það brýst út. Er staðan alvarlegri en hún var til dæmis í hádeginu? „Það er allavega styttra í eldgos heldur en var í hádeginu,“ sagði Víðir. En erum við að fara að sjá eldgos? „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það verði. Það kæmi held ég flestum úr þessu stórkostlega á óvart að það yrði ekki gos. Og það sem okkur er sagt er að úr þessu fáum við ekki miklar frekari viðvaranir áður en gos brýst út Ef það kemur til goss gæti það gerst hvenær sem er á næstu dögum? „Hvenær sem er á næstu klukkustundum,“ sagði Víðir. Þurfi að hugsa um framtíð heils bæjarfélags Almannavarnir munu á næstu dögum vinna að bæði skammtímaverkefnum og langtímaáætlunum sem varða Grindvíkinga. Hvernig eru næstu dagar hjá almannavörnum? „Við erum áfram að vinna að skammtímaverkefnum sem snúa að því sem er akkúrat að gerast í jörðinni og hvaða áhrif það hefur á Grindavík,“ sagði Víðir og bætti við: „Svo erum við auðvitað farin að hugsa til lengri tíma. Þarna er heilt bæjarfélag sem þurfti að flýja og það þarf að hugsa um það hvernig þau munu sinna sínu lífi áfram. Það er komin af stað hellings vinna og við erum búin að vera hér að funda með bæjarstjóranum í Grindavík og hans lykilfólki í dag til þess að reyna að átta okkur á því hvað sé framundan.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Samkvæmt nýjustu upplýsingum Veðurstofunnar hafa líkur á eldgosi aukist verulega og er kvika komin á 800 metra dýpi. Öllum aðgerðum vegna ástandsins í Grindavík er stýrt úr samhæfingarmiðstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Það hafa staðið yfir fundir hjá almannavörnum í allan dag vegna ástandsins í Grindavík. Fréttastofa ræddi við Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna, um nýjustu vendingar. Breyta þessa nýju upplýsingar stöðunni eitthvað hjá ykkur? „Að vissu leyti gera þær það. Við vorum með lítinn hóp inni í Grindavík að störfum í eftirliti og viðgerðum í dag þegar þessar upplýsingar komu. Nú er enginn eftir þar, við erum búin að færa alla út fyrir þetta öryggissvæði sem við erum búin að gera í kringum þessa sprungu,“ sagði Víðir. „Líka það að það voru áætlanir um að Grindvíkingar gætu hugsanlega farið heim að sækja allra brýnustu nauðsynjar á morgun og þetta setur það kannski í uppnám líka þannig við verðum bara að sjá hvernig staðan verður eftir nóttina,“ sagði hann einnig. Þetta er stærra svæði núna sem enginn fær að koma inn á? „Við erum búin að útvíkka þetta örlítið frá því sem var og það er samkvæmt þessum upplýsingum sem við höfum verið að fá frá jarðvísindamönnum í dag,“ sagði Víðir. Styttra í eldgos en áður Víðir segir ljóst að það sé styttra í eldgos en það var í dag. Það geti gerst á næstu klukkutímum og það verði engar frekari viðvaranir áður en það brýst út. Er staðan alvarlegri en hún var til dæmis í hádeginu? „Það er allavega styttra í eldgos heldur en var í hádeginu,“ sagði Víðir. En erum við að fara að sjá eldgos? „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það verði. Það kæmi held ég flestum úr þessu stórkostlega á óvart að það yrði ekki gos. Og það sem okkur er sagt er að úr þessu fáum við ekki miklar frekari viðvaranir áður en gos brýst út Ef það kemur til goss gæti það gerst hvenær sem er á næstu dögum? „Hvenær sem er á næstu klukkustundum,“ sagði Víðir. Þurfi að hugsa um framtíð heils bæjarfélags Almannavarnir munu á næstu dögum vinna að bæði skammtímaverkefnum og langtímaáætlunum sem varða Grindvíkinga. Hvernig eru næstu dagar hjá almannavörnum? „Við erum áfram að vinna að skammtímaverkefnum sem snúa að því sem er akkúrat að gerast í jörðinni og hvaða áhrif það hefur á Grindavík,“ sagði Víðir og bætti við: „Svo erum við auðvitað farin að hugsa til lengri tíma. Þarna er heilt bæjarfélag sem þurfti að flýja og það þarf að hugsa um það hvernig þau munu sinna sínu lífi áfram. Það er komin af stað hellings vinna og við erum búin að vera hér að funda með bæjarstjóranum í Grindavík og hans lykilfólki í dag til þess að reyna að átta okkur á því hvað sé framundan.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira