Innlent

Vaktin: Ekki víst að gos­ó­rói sjáist á mælum áður en gos hefst

Lovísa Arnardóttir, Oddur Ævar Gunnarsson, Magnús Jochum Pálsson, Jón Þór Stefánsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa
Sérfræðingar fylgjast grannt með stöðunni.
Sérfræðingar fylgjast grannt með stöðunni. einar árnason

Vísindamenn telja miklar líkur á eldgosi á Reykjanesskaga eftir atburði gærkvöldsins. Grindvíkingar munu ekki fá að fara heim næstu daga eftir farsæla rýmingu í gærkvöldi. Ástandið er stöðugt endurmetið.

Almannavarnir vinna nú að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. Grindvíkingar þurfa að láta vita af sér í síma 1717. 

Rauði krossinn hefur opnað fjórar fjöldahjálparstöðvar og gistu 160 manns þar í nótt. 

Á mælum Veðurstofunnar eru skýr merki um myndun kvikugangs til yfirborðs. Kvikugangurinn liggur undir Grindavík og er skjálftavirknin sömuleiðis mest suðvestan við Grindavík. Kvikugangurinn er töluvert stærri og kvikumagnið töluvert meira en í síðustu jarðhræringum á Reykjanesskaga.

Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Þá má sjá yfir hluta skjálftasvæðisins í vefmyndavél Vísis á Þorbirni.

Ef vaktin birtist ekki er um að gera að endurnýja (e. refresh) síðuna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×