„Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 14:17 Gunnar Ingi heldur úti viðtalsþáttunum Lífið á biðlista. Skjáskot/Lífið á biðlista „Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði,“ segir viðmælandi Gunnars Inga Valgeirssonar, í viðtalsþættinum Lífið á biðlista. Viðmælandinn er karlmaður sem kýs að vera nafnlaus. Hann er heimilislaus í virki neyslu en dreymir um betra líf til að geta verið til staðar fyrir fjölskyldu sína og vini. Hann mætir með rauðvínsbelju meðferðis í viðtalið og tekur vænan sopa áður en þeir hefja samtalið. Án vínsins myndi hann skjálfa. Gunnar skrifar í færslu um þáttinn að viðmælandi hans hafi hlaupið út af Vogi í geðrofi og ofsakvíðakasti og skilið eigur sínar eftir. „Hann grátbað um að fá að koma aftur en eina sem hann fékk var þriggja vikna bið eftir viðtali hjá ráðgjafa. Hann endaði á gistiskýlinu þar sem ungur drengur lést í fanginu á honum,“ segir Gunnar. Gunnar Ingi varð edrú í febrúar og gefur fólki í neyslu rödd í von um betra líf.Gunnar Ingi. Kvíðinn frá unga aldri Viðmælandi Gunnars byrjaði aðeins fjórtán ára gamall að bæla niður tilfinningar sínar með áfengi sem þróaðist með tímanum í harðari neyslu. Hann hafði leitað sér aðstoðar hjá geðlæknum frá unga aldri sem skrifuðu upp á lyf sem juku vanlíðanina eða gerðu hann þreyttan. Þá hafi hann fyrst fundið fyrir vellíðan daginn sem hann drakk áfengi, því þá hvarf kvíðinn. „Ég drekk svo mikið magn að það er ógeðslegt. Ég veit ekki í andskotanum af hverju ég er á lífi. Ég drekk einhverja lítra á dag. Núna er ég örugglega búinn að drekka tvo lítra og tala við þig eins og ekkert hafi í skorist, nokkurn veginn,“ segir hann. Viðtalið var tekið fyrir hádegi á virkum degi. Viðmælandinn segist ekki óska sínum versta óvin að upplifa sekúndu af því sem hann hefur upplifað síðastliðinn mánuð en ungur strákur lést í fangi hans í gistiskýlinu. Hann ber söguna slæma af gistiskýlinu þar sem sprautunálar og blóð eru á víð og dreif um húsið. Á hverju kvöldi leggst hann á koddann í þeirri von um að vakna ekki aftur. Viðmælandinn er starfsmönnum gistiskýlisins ævinlega þakklátur og eiga þátt í því að hann sé enn á lífi. „Allir strákarnir sem ég hef talað við í gistiskýlinu eru allir á biðlista. Þeir vilja allir hjálp. Það eru bara fíklar og aðstandendur sem skilja þetta ástand.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan: Fíkn Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Hann mætir með rauðvínsbelju meðferðis í viðtalið og tekur vænan sopa áður en þeir hefja samtalið. Án vínsins myndi hann skjálfa. Gunnar skrifar í færslu um þáttinn að viðmælandi hans hafi hlaupið út af Vogi í geðrofi og ofsakvíðakasti og skilið eigur sínar eftir. „Hann grátbað um að fá að koma aftur en eina sem hann fékk var þriggja vikna bið eftir viðtali hjá ráðgjafa. Hann endaði á gistiskýlinu þar sem ungur drengur lést í fanginu á honum,“ segir Gunnar. Gunnar Ingi varð edrú í febrúar og gefur fólki í neyslu rödd í von um betra líf.Gunnar Ingi. Kvíðinn frá unga aldri Viðmælandi Gunnars byrjaði aðeins fjórtán ára gamall að bæla niður tilfinningar sínar með áfengi sem þróaðist með tímanum í harðari neyslu. Hann hafði leitað sér aðstoðar hjá geðlæknum frá unga aldri sem skrifuðu upp á lyf sem juku vanlíðanina eða gerðu hann þreyttan. Þá hafi hann fyrst fundið fyrir vellíðan daginn sem hann drakk áfengi, því þá hvarf kvíðinn. „Ég drekk svo mikið magn að það er ógeðslegt. Ég veit ekki í andskotanum af hverju ég er á lífi. Ég drekk einhverja lítra á dag. Núna er ég örugglega búinn að drekka tvo lítra og tala við þig eins og ekkert hafi í skorist, nokkurn veginn,“ segir hann. Viðtalið var tekið fyrir hádegi á virkum degi. Viðmælandinn segist ekki óska sínum versta óvin að upplifa sekúndu af því sem hann hefur upplifað síðastliðinn mánuð en ungur strákur lést í fangi hans í gistiskýlinu. Hann ber söguna slæma af gistiskýlinu þar sem sprautunálar og blóð eru á víð og dreif um húsið. Á hverju kvöldi leggst hann á koddann í þeirri von um að vakna ekki aftur. Viðmælandinn er starfsmönnum gistiskýlisins ævinlega þakklátur og eiga þátt í því að hann sé enn á lífi. „Allir strákarnir sem ég hef talað við í gistiskýlinu eru allir á biðlista. Þeir vilja allir hjálp. Það eru bara fíklar og aðstandendur sem skilja þetta ástand.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan:
Fíkn Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira