Innlent

Kvartar til Um­boðs­manns Al­þingis vegna fram­göngu ráðu­neytisins

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sagan af Dimmalimm í upprunalegri útgáfu og nýrri útgáfu.
Sagan af Dimmalimm í upprunalegri útgáfu og nýrri útgáfu. Forlagið/Óðinsauga

Huginn Þór Grétarsson bókaútgefandi hefur kvartað til Umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu menningar- og viðskiptaráðuneytisins í tengslum við nýja útgáfu af Dimmalimm Guðmundar Thorsteinssonar.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

Huginn sakar ráðuneytið um að hafa brotið lög með því að hafa samráð við hagsmunaaðila, sem hafa gert athugasemdir við útgáfu bókarinnar og sagt hana vega að sæmdarrétti Guðmundar, sem notaði listamannsnafnið Muggur.

Þá segir Huginn ráðuneytið ekki hafa orðið við beiðni hans um afhendingu allra gagna í málinu en ráðuneytið ber því við að vinnugögn séu undanþegin upplýsingarétti.

„Í stað þess að ráðuneyti taki við form­legri kvört­un vinn­ur ráðuneytið með hinum aðilum máls­ins og er þannig ekki leng­ur hlut­laus aðili til að meta málið,“ seg­ir Huginn í samtali við Morgunblaðið og bendir meðal annars á tölvupóstsamskipti sem virðast hefjast þegar starfsmaður ráðuneytisins er spurður kumpánlega:

„Gæt­ir þú tekið snún­ing á þessu í ráðuneyt­inu?“

„Að ráðuneyti skuli rjúka til og hefja rann­sókn á met­hraða, löngu áður en verk kem­ur út, með eng­ar upp­lýs­ing­ar, lykt­ar ekki bara af valdníðslu og mis­notk­un stjórn­sýslu, slík brot og vina­hygli gjör­sam­lega blasa við. Í vanþekk­ingu sinni er al­gjör­lega óþekkt að opna á mál/​rann­sókn eft­ir pönt­un hags­muna­hópa,“ segir í kvörtun Hugins.

Hann krefst skaðabóta vegna málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×