Innlent

Snjó­flóða­hætta í Hlíðar­fjalli

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli.
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli.

Varað er við mikilli snjóflóðahættu við Hlíðarfjall á Akureyri næstu daga. Þrjú snjóflóð hafa fallið úr fjallinu í dag.

Þrátt fyrir að svæðið hafi ekki verið formlega opnað eru margir sem iðka margskonar íþróttir í Hlíðarfjalli allan ársins hring. Í tilkynningu á Facebooksíðu Hlíðarfjalls segir að efra svæði fjallsins sé sérlega varhugavert. 

„Veikt kristallalag hefur grafist, og gefur snjóþekjan eftir við lítið álag. Nýr vindpakkaður snjór er á svæðinu og þrjú flóð hafa fallið náttúrulega þennan sólarhring. Sól og afbragðsveður er á svæðinu í dag og líklega margir sem hugsa sér hreyfings. Því er full ástæða til viðvörunar,“ segir í tilkynningunni.

Þá er tekið fram að vandamálið sé ekki aðeins bundið við Hlíðarfjall heldur sé ástæða til að fara varlega í öllum snjóþungum bratta.

Snjóflóða- og ofanflóðasérfræðingar meta stöðuna áfram.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×