Innlent

Raf­magn komið á fyrir austan

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Miklar bilanir hafa verið í flutningskerfinu fyrir austan. 
Miklar bilanir hafa verið í flutningskerfinu fyrir austan.  Vísir/Vilhelm

Rafmagnið fór af stórum hluta Austurlands í gærkvöldi og í nótt. Fljótsdalslína 2 og Hólasandslína 3 voru úti í gær sem og Kröflulína 1.

Kröflulína komst í rekstur aftur um klukkan tvö í nótt en klukkan þrjú var rafmagnið þó af á stórum hluta landshlutans samkvæmt tilkynningu frá Landsneti.

Í nýjustu tilkynningu á vef Landsnets sem birstist á áttunda tímanum í morgun segir síðan að Vopnafjarðarlína 1 sé komin í rekstur og því séu allir notendur komnir með tengingu við landskerfið.

Teigarhornslína 1 milli Teigarhorns og Hryggstekks er þó ennþá biluð og verið að skoða línuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×