Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Árni Sæberg skrifar 1. nóvember 2023 20:07 Laxalús hefur herjað á eldiskvíar í Patreksfjarðarflóa undanfarið. Stöð 2/Einar Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. Þetta segir í frétt Heimildarinnar. Þar er haft eftir Karli Steinari Óskarssyni, sviðsstjóra fiskeldis hjá Matvælastofnun, að enginn hafi séð álíka útbreiðslu laxalúsar og er nú í kvíum Arctic fish og Arnarlax í Tálknafirði. Illa gengið að hafa stjórn á fjölgun lúsarinnar Í tilkynningu sem birt var á vef MAST í dag segir að laxeldisfyrirtækjum á sunnanverðum Vestfjörðum hafi gengið erfiðlega að hafa stjórn á fjölgun laxalúsar í sjóeldiskvíum í Patreksfjarðarflóa síðan í vor. Síðan þá hafi Matvælastofnun beint þeim tilmælum til viðkomandi fyrirtækja að útvega sem fyrst erlendis frá svonefnt meðhöndlunarskip, sem gerir það kleift að meðhöndla lax gegn lús án lyfja. Um sé að ræða meðhöndlanir eins og ferskvatnsmeðhöndlun, hitameðhöndlun og burstun. Slík meðhöndlun drepi lúsina á öllum stigum og hafi nær engin umhverfisáhrif. Tilraunir hafi verið gerðar í haust af fyrirtækjunum til að fá til landsins meðhöndlunarskip en svo virðist sem fyrirvarinn hafi þurft að vera meiri, eftirspurn sé mikil eftir umræddum skipum. Ekki hafi náðst að fá skip til landsins fyrr en um miðjan október. Að mati Matvælastofnunar sé nauðsynlegt að slíkt skip sé staðsett á Vestfjörðum frá maí og fram í október ár hvert og fyrirtækin stefni á að svo verði frá og með vorinu 2024. Fiskarnir veiklist og drepist á skömmum tíma Rannsóknir á fiskum úr Táknafirði hafi leitt í ljós að umhverfisbakteríur hafi sýkt sárin sem mynduðust vegna lúsa og gert þau mun umfangsmeiri. Þessi sár geri það að verkum að fiskurinn missir getuna til að halda lífsnauðsynlegu jónajafnvægi í líkamanum. Í Tálknafirði hafi þetta gert það að verkum að hluti fisksins hefur veiklast á skömmum tíma. Sá fiskur sem nú er verið að farga fari í meltugerð sem notuð sé meðal annars í loðdýrafóður. Fiskurinn fari ekki til manneldis. Matvælastofnun muni fara yfir atburðarásina með fyrirtækjunum þegar aðgerðum er lokið og leggja til leiðir sem ættu að takmarka slíka atburði í framtíðinni. Fiskeldi Sjókvíaeldi Lax Tálknafjörður Tengdar fréttir Slátra lúsahrjáðum laxi fyrir veturinn Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. 26. október 2023 15:59 Segja sjókvíaeldi hafa verið stundað leyfislaust í tvo mánuði Náttúruverndarsamtökin „Laxinn lifi“ segja Artic Sea Farm hafa stundað sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði leyfislaust í tvo mánuði. Samtökin segja að leyfið virðist hafa runnið út og krefjast þess að starfseminni verði þá þegar hætt. 27. október 2023 17:45 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Þetta segir í frétt Heimildarinnar. Þar er haft eftir Karli Steinari Óskarssyni, sviðsstjóra fiskeldis hjá Matvælastofnun, að enginn hafi séð álíka útbreiðslu laxalúsar og er nú í kvíum Arctic fish og Arnarlax í Tálknafirði. Illa gengið að hafa stjórn á fjölgun lúsarinnar Í tilkynningu sem birt var á vef MAST í dag segir að laxeldisfyrirtækjum á sunnanverðum Vestfjörðum hafi gengið erfiðlega að hafa stjórn á fjölgun laxalúsar í sjóeldiskvíum í Patreksfjarðarflóa síðan í vor. Síðan þá hafi Matvælastofnun beint þeim tilmælum til viðkomandi fyrirtækja að útvega sem fyrst erlendis frá svonefnt meðhöndlunarskip, sem gerir það kleift að meðhöndla lax gegn lús án lyfja. Um sé að ræða meðhöndlanir eins og ferskvatnsmeðhöndlun, hitameðhöndlun og burstun. Slík meðhöndlun drepi lúsina á öllum stigum og hafi nær engin umhverfisáhrif. Tilraunir hafi verið gerðar í haust af fyrirtækjunum til að fá til landsins meðhöndlunarskip en svo virðist sem fyrirvarinn hafi þurft að vera meiri, eftirspurn sé mikil eftir umræddum skipum. Ekki hafi náðst að fá skip til landsins fyrr en um miðjan október. Að mati Matvælastofnunar sé nauðsynlegt að slíkt skip sé staðsett á Vestfjörðum frá maí og fram í október ár hvert og fyrirtækin stefni á að svo verði frá og með vorinu 2024. Fiskarnir veiklist og drepist á skömmum tíma Rannsóknir á fiskum úr Táknafirði hafi leitt í ljós að umhverfisbakteríur hafi sýkt sárin sem mynduðust vegna lúsa og gert þau mun umfangsmeiri. Þessi sár geri það að verkum að fiskurinn missir getuna til að halda lífsnauðsynlegu jónajafnvægi í líkamanum. Í Tálknafirði hafi þetta gert það að verkum að hluti fisksins hefur veiklast á skömmum tíma. Sá fiskur sem nú er verið að farga fari í meltugerð sem notuð sé meðal annars í loðdýrafóður. Fiskurinn fari ekki til manneldis. Matvælastofnun muni fara yfir atburðarásina með fyrirtækjunum þegar aðgerðum er lokið og leggja til leiðir sem ættu að takmarka slíka atburði í framtíðinni.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Lax Tálknafjörður Tengdar fréttir Slátra lúsahrjáðum laxi fyrir veturinn Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. 26. október 2023 15:59 Segja sjókvíaeldi hafa verið stundað leyfislaust í tvo mánuði Náttúruverndarsamtökin „Laxinn lifi“ segja Artic Sea Farm hafa stundað sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði leyfislaust í tvo mánuði. Samtökin segja að leyfið virðist hafa runnið út og krefjast þess að starfseminni verði þá þegar hætt. 27. október 2023 17:45 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Slátra lúsahrjáðum laxi fyrir veturinn Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. 26. október 2023 15:59
Segja sjókvíaeldi hafa verið stundað leyfislaust í tvo mánuði Náttúruverndarsamtökin „Laxinn lifi“ segja Artic Sea Farm hafa stundað sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði leyfislaust í tvo mánuði. Samtökin segja að leyfið virðist hafa runnið út og krefjast þess að starfseminni verði þá þegar hætt. 27. október 2023 17:45