Íbúar vansvefta við Sundahöfn Oddur Ævar Gunnarsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 1. nóvember 2023 23:01 Almennt séð lýkur starfsemi í Sundahöfn á miðnætti. Vísir/Vilhelm Íbúar í Langholtshverfi í Reykjavík urðu margir svefnvana vegna hávaða við Sundahöfn í nótt, ef marka má umræðu á samfélagsmiðlum. Hafnarstjóri segir óvenju mikinn hávaða hafa mælst í höfninni. Hávaðinn er til umræðu inni á íbúahópi Langholtshverfis í Reykjavík á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar spyr einn íbúa hvort fleiri hafa verið svefnvana eftir hávaðann og segjast nokkrir íbúar kannast við málið. Einn segist hafa verið vakandi hálfa nóttina. Kristófer Smári Leifsson, íbúi í Langholtshverfi, segir hávaðann gríðarlegan og hann standi yfir allan sólarhringinn. Hann segir mikla dynki heyrast þegar verið er að setja niður gáma á svæðinu. „Ljósavélar sem ganga stundum allan sólarhringinn með tilheyrandi drunum,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. „Ég sef varla fyrir þessum hávaða þrátt fyrir að allir gluggar séu lokaðir, algjörlega óþolandi,“ bætir hann við. Eimskips að svara fyrir hávaðann „Mínir menn könnuðu þetta mál og sjá það að klukkan 3:15 í nótt þá mælist 70 desíbela púls á mæli hjá Eimskip,“ segir Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna í samtali við Vísi. Hann segir Eimskips að svara fyrir hávaðann. Þá segir hann að almennt sé stefnt að því að allri starfsemi í höfninni ljúki á miðnætti. Stundum komi það fyrir, meðal annars vegna óveðurs, að það takist ekki og þá séu skip affermd að næturlagi. Í skriflegu svari frá Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Eimskips sem barst á tólfta tímanum segir að fyrirtækið leggi sig fram um að valda ekki óþarfa hávaða frá hafnarsvæðinu og það hafi gripið til ýmissa ráða til þess. „Meðal annars rafvæðingu hafnarkrana og ýmissa vinnutækja ásamt því að búið er að koma upp landtengingu stærstu skipa félagsins þannig að ekki þurfi að keyra ljósavélar þegar skipin eru í höfn,“ segir í svari hennar. „Því miður var röskun á áætlun í gær sem gerði það að verkum að vinna þurfti inn í nóttina. Veður var mjög stillt en við þær aðstæður berst hljóðið meira og okkur þykir leitt ef það hefur valdið ónæði,“ segir hún jafnframt. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Hafnarmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Hávaðinn er til umræðu inni á íbúahópi Langholtshverfis í Reykjavík á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar spyr einn íbúa hvort fleiri hafa verið svefnvana eftir hávaðann og segjast nokkrir íbúar kannast við málið. Einn segist hafa verið vakandi hálfa nóttina. Kristófer Smári Leifsson, íbúi í Langholtshverfi, segir hávaðann gríðarlegan og hann standi yfir allan sólarhringinn. Hann segir mikla dynki heyrast þegar verið er að setja niður gáma á svæðinu. „Ljósavélar sem ganga stundum allan sólarhringinn með tilheyrandi drunum,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. „Ég sef varla fyrir þessum hávaða þrátt fyrir að allir gluggar séu lokaðir, algjörlega óþolandi,“ bætir hann við. Eimskips að svara fyrir hávaðann „Mínir menn könnuðu þetta mál og sjá það að klukkan 3:15 í nótt þá mælist 70 desíbela púls á mæli hjá Eimskip,“ segir Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna í samtali við Vísi. Hann segir Eimskips að svara fyrir hávaðann. Þá segir hann að almennt sé stefnt að því að allri starfsemi í höfninni ljúki á miðnætti. Stundum komi það fyrir, meðal annars vegna óveðurs, að það takist ekki og þá séu skip affermd að næturlagi. Í skriflegu svari frá Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Eimskips sem barst á tólfta tímanum segir að fyrirtækið leggi sig fram um að valda ekki óþarfa hávaða frá hafnarsvæðinu og það hafi gripið til ýmissa ráða til þess. „Meðal annars rafvæðingu hafnarkrana og ýmissa vinnutækja ásamt því að búið er að koma upp landtengingu stærstu skipa félagsins þannig að ekki þurfi að keyra ljósavélar þegar skipin eru í höfn,“ segir í svari hennar. „Því miður var röskun á áætlun í gær sem gerði það að verkum að vinna þurfti inn í nóttina. Veður var mjög stillt en við þær aðstæður berst hljóðið meira og okkur þykir leitt ef það hefur valdið ónæði,“ segir hún jafnframt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Hafnarmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira