Icelandair frumsýnir nýjan einkennisfatnað Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 20:50 Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í dag. Icelandair Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í dag. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019. Fólk getur valið hvernig það klæðist óháð kyni. „Starfsfólk hefur nú mun meira val, hvort það vill klæðast pilsi eða buxum, skyrtu eða rúllukragapeysu, hælum eða flatbotna, með klút, slaufu eða bindi. Þannig er stefnan að fólk hafi meira svigrúm til að tjá sinn persónuleika með fatnaðinum,“ segir í tilkynningu félagsins. Áhöfn sem fór í heimsferð í lok október klæddist nýja einkennisfatnaðinum í ferðinni og varþví aðeins á undan frumsýningunni.Icelandair Þá voru kynntar til sögunnar úlpur frá 66 norður og nýjar slæður, bindi og slaufur sem er afrakstur hönnunarsamkeppni sem haldin var í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Icelandair Icelandair Fylgja breytingum samfélagsins Fimmtán ár eru liðin frá því að fráfarandi einkennisfatnaður var kynntur til sögunnar, árið 2008. „En á þessum fimmtán árum hefur margt breyst, félagið hefur sameinað innanlands- og millilandaflugið, starfsfólki hefur fjölgað mjög og breyting hefur orðið í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni Í dag eru 2300 manns sem klæðast fatnaðinum við störf sín hjá Icelandair og eru störfin fjölbreytt. Flugfreyjur og -þjónar, flugmenn, starfsfólk Saga Lounge, fólk sem sinnir innritun á byrðingu á flugvöllum, og enn fjölbreyttari störfum á flugvöllum á landsbyggðinni. Icelandair Icelandair Icelandair Fatnaðurinn þarf því að bjóða upp á fjölbreyttan og þægilegan fatnað fyrir öll kyn, fjölbreyttar líkamsgerðir, mismunandi veður ásamt því að uppfylla öryggiskröfur. Enn fremur segir í tilkynningunni að félagið hélt vinnustofur og lagði fram kannanir fyrir starfsfólk: „Úr þeirri vinnu komu mjög góðar upplýsingar og þemu sem unnið var eftir. Því næst var unnið úr hugmyndunum sem bárust og settur saman faghópur fólks sem starfar innan raða Icelandair en hefur einnig bakgrunn eða menntun í fatahönnun og textíl. Þannig var fatnaðurinn mótaður af fólkinu sem notar hann á hverjum degi.“ Icelandair Icelandair Icelandair Gamli einkennisfatnaðurinn fær nýtt líf Olino, framleiðandi fatnaðarins leggur mikla áherslu á sjálfbærni og eru fötin framleidd í Evrópu. Gamli fatnaðurinn mun fá framhaldslíf og liggja á borðinu mjög spennandi hugmyndir sem verða kynntar síðar. Icelandair Icelandair Fréttir af flugi Tíska og hönnun Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
„Starfsfólk hefur nú mun meira val, hvort það vill klæðast pilsi eða buxum, skyrtu eða rúllukragapeysu, hælum eða flatbotna, með klút, slaufu eða bindi. Þannig er stefnan að fólk hafi meira svigrúm til að tjá sinn persónuleika með fatnaðinum,“ segir í tilkynningu félagsins. Áhöfn sem fór í heimsferð í lok október klæddist nýja einkennisfatnaðinum í ferðinni og varþví aðeins á undan frumsýningunni.Icelandair Þá voru kynntar til sögunnar úlpur frá 66 norður og nýjar slæður, bindi og slaufur sem er afrakstur hönnunarsamkeppni sem haldin var í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Icelandair Icelandair Fylgja breytingum samfélagsins Fimmtán ár eru liðin frá því að fráfarandi einkennisfatnaður var kynntur til sögunnar, árið 2008. „En á þessum fimmtán árum hefur margt breyst, félagið hefur sameinað innanlands- og millilandaflugið, starfsfólki hefur fjölgað mjög og breyting hefur orðið í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni Í dag eru 2300 manns sem klæðast fatnaðinum við störf sín hjá Icelandair og eru störfin fjölbreytt. Flugfreyjur og -þjónar, flugmenn, starfsfólk Saga Lounge, fólk sem sinnir innritun á byrðingu á flugvöllum, og enn fjölbreyttari störfum á flugvöllum á landsbyggðinni. Icelandair Icelandair Icelandair Fatnaðurinn þarf því að bjóða upp á fjölbreyttan og þægilegan fatnað fyrir öll kyn, fjölbreyttar líkamsgerðir, mismunandi veður ásamt því að uppfylla öryggiskröfur. Enn fremur segir í tilkynningunni að félagið hélt vinnustofur og lagði fram kannanir fyrir starfsfólk: „Úr þeirri vinnu komu mjög góðar upplýsingar og þemu sem unnið var eftir. Því næst var unnið úr hugmyndunum sem bárust og settur saman faghópur fólks sem starfar innan raða Icelandair en hefur einnig bakgrunn eða menntun í fatahönnun og textíl. Þannig var fatnaðurinn mótaður af fólkinu sem notar hann á hverjum degi.“ Icelandair Icelandair Icelandair Gamli einkennisfatnaðurinn fær nýtt líf Olino, framleiðandi fatnaðarins leggur mikla áherslu á sjálfbærni og eru fötin framleidd í Evrópu. Gamli fatnaðurinn mun fá framhaldslíf og liggja á borðinu mjög spennandi hugmyndir sem verða kynntar síðar. Icelandair
Icelandair Fréttir af flugi Tíska og hönnun Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira