Farsakennd atburðarás um atkvæðagreiðslu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. október 2023 19:01 Katrín Jakobsdóttir fékk tölvupóst um ákvörðun Íslands nokkrum mínútum áður en atkvæðagreiðsla fór fram. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir fá fordæmi fyrir annarri eins togstreitu hjá stjórnarflokkunum eins og í þessu máli. Logi Már Einarsson varaformaður Samfylkingar er á sama máli. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir málið hafa verið í hefðbundnum farvegi. Vísir/Arnar Forsætisráðherra barst tölvupóstur um ákvörðun um hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gasa, nokkrum mínútum áður en hún fór fram hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún segir að ekkert samráð hafi verið haft við sig. Utanríkisráðherra telur ferlið hefðbundið. Stjórnarandstaðan segir málið nærri fordæmalaust. Það var á föstudaginn sem atburðarásin í málinu hófst þegar tilkynnt var um að Ísland hefði setið hjá í atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Tillagan var hins vegar samþykkt á þinginu með meirihluta atkvæða. Þingflokkur Vinstri grænna lýsti því svo yfir á laugardag að Ísland hefði átt að greiða atkvæði með tillögunni. Þá gaf forsætisráðherra út í fjölmiðlum í gær að hún hafi ekki verið með í ráðum þegar ákvörðunin var tekin, það hefði átt að styðja tillöguna um vopnahléð. Ýmsir hafa stigið fram og gagnrýnt forsætisráðherra harðlega í málinu. Málið var svo tekið fyrir í utanríkismálanefnd í morgun þar sem Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gaf þessar skýringar: „Forsætisráðuneytið hafði allar upplýsingar um það hvernig til stóð að greiða atkvæði og með hvaða áherslum við myndum gera það á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Og það var áður en atkvæðagreiðslan fór fram, áður en ræðan var flutt og það var allt í mjög hefðbundnu ferli. Þar sem samráðið fer fram í gegnum alþjóðafulltrúann,“segir Bjarni Benediktsson. Forsætisráðherra gaf ekki kost á viðtali í dag þar sem hún er erlendis en fréttastofa fékk síðdegis þær skýringar að Katrín Jakobsdóttir hefði vitað af því hvernig Ísland myndi greiða atkvæði um ellefu mínútum áður en það var gert. Hún hafi ekki séð póstinn fyrr en eftir atkvæðagreiðsluna og ekkert samráð hafi verið haft við hana um ákvörðunina. Fá fordæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar situr í utanríkismálanefnd. Hún var hugsi eftir skýringar utanríkisráðherra fyrir nefndinni í málinu í morgun. „Það stendur eftir sú spurning af hverju við fórum ekki í að vera með í þessari ályktun sem öll EFTA-ríkin, Noregur, Sviss og Liechtenstein og fleiri ríki studdu. Þetta er ekki góður bragur á því hvernig ríkisstjórn á að virka. Það eru fá fordæmi fyrir slíku,“ segir Þorgerður. Logi Már Einarsson varaformaður Samfylkingar og annar varaformaður utanríkismálanefndar sagði þetta í morgun: „Það er auðvitað óheppilegt að ríkisstjórnin sé klofin í málinu. Í fyrsta lagi er þessi ákvörðun um að sitja hjá mjög sérstök í ljósi orðalagsins í áskoruninni. Það eru fá fordæmi fyrir því að tveir stjórnarflokkar séu ósammála í grundvallaratriðum þegar kemur að slíkri ályktun. Það er nú lágmarkskrafa að fólk sé samstíga í slíkum málum,“ segir Logi Bjarni Jónsson þingmaðu fyrsti varaformaður Vinstri grænna í utanríkismálanefnd.Vísir/Arnar Bjarni Jónsson fyrsti varaformaður nefndarinnar og þingmaður Vinstri grænna vildi ekki taka undir það að ríkisstjórnin væri klofin. Þegar hann var spurður að því hvort ríkisstjórnin væri samstíga í málinu svaraði hann: „ Ég hef ekki nokkra trú á öðru,“ sagði Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Það var á föstudaginn sem atburðarásin í málinu hófst þegar tilkynnt var um að Ísland hefði setið hjá í atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Tillagan var hins vegar samþykkt á þinginu með meirihluta atkvæða. Þingflokkur Vinstri grænna lýsti því svo yfir á laugardag að Ísland hefði átt að greiða atkvæði með tillögunni. Þá gaf forsætisráðherra út í fjölmiðlum í gær að hún hafi ekki verið með í ráðum þegar ákvörðunin var tekin, það hefði átt að styðja tillöguna um vopnahléð. Ýmsir hafa stigið fram og gagnrýnt forsætisráðherra harðlega í málinu. Málið var svo tekið fyrir í utanríkismálanefnd í morgun þar sem Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gaf þessar skýringar: „Forsætisráðuneytið hafði allar upplýsingar um það hvernig til stóð að greiða atkvæði og með hvaða áherslum við myndum gera það á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Og það var áður en atkvæðagreiðslan fór fram, áður en ræðan var flutt og það var allt í mjög hefðbundnu ferli. Þar sem samráðið fer fram í gegnum alþjóðafulltrúann,“segir Bjarni Benediktsson. Forsætisráðherra gaf ekki kost á viðtali í dag þar sem hún er erlendis en fréttastofa fékk síðdegis þær skýringar að Katrín Jakobsdóttir hefði vitað af því hvernig Ísland myndi greiða atkvæði um ellefu mínútum áður en það var gert. Hún hafi ekki séð póstinn fyrr en eftir atkvæðagreiðsluna og ekkert samráð hafi verið haft við hana um ákvörðunina. Fá fordæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar situr í utanríkismálanefnd. Hún var hugsi eftir skýringar utanríkisráðherra fyrir nefndinni í málinu í morgun. „Það stendur eftir sú spurning af hverju við fórum ekki í að vera með í þessari ályktun sem öll EFTA-ríkin, Noregur, Sviss og Liechtenstein og fleiri ríki studdu. Þetta er ekki góður bragur á því hvernig ríkisstjórn á að virka. Það eru fá fordæmi fyrir slíku,“ segir Þorgerður. Logi Már Einarsson varaformaður Samfylkingar og annar varaformaður utanríkismálanefndar sagði þetta í morgun: „Það er auðvitað óheppilegt að ríkisstjórnin sé klofin í málinu. Í fyrsta lagi er þessi ákvörðun um að sitja hjá mjög sérstök í ljósi orðalagsins í áskoruninni. Það eru fá fordæmi fyrir því að tveir stjórnarflokkar séu ósammála í grundvallaratriðum þegar kemur að slíkri ályktun. Það er nú lágmarkskrafa að fólk sé samstíga í slíkum málum,“ segir Logi Bjarni Jónsson þingmaðu fyrsti varaformaður Vinstri grænna í utanríkismálanefnd.Vísir/Arnar Bjarni Jónsson fyrsti varaformaður nefndarinnar og þingmaður Vinstri grænna vildi ekki taka undir það að ríkisstjórnin væri klofin. Þegar hann var spurður að því hvort ríkisstjórnin væri samstíga í málinu svaraði hann: „ Ég hef ekki nokkra trú á öðru,“ sagði Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira