Innlent

Sam­einingin sam­þykkt

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Horft yfir Patreksfjörð, myndin er úr safni.
Horft yfir Patreksfjörð, myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Sameining sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur verið samþykkt í báðum sveitarfélögum. Talningu lauk í kvöld og úrslit voru kynnt á ellefta tímanum.

Íbúakosningunni lauk í dag, 28. október. Til að sameiningin gengi upp þurfti meirihluti íbúa beggja sveitarfélaga að vera samþykkur henni. 1.005 manns voru á kjörskrá - 201 í Tálknafirði og 804 í Vesturbyggð.

Talning atkvæða hófst klukkan 20.00 í dag og voru úrslitin tilkynnt klukkan 22.00 á Facebook-síðum sveitarfélaganna.

Tálknafjarðarhreppur:

  • Já - 139 
  • Nei - 5 
  • Auðir seðlar - 1
  • Ógild atkvæði - 0

Vesturbyggð: 

  • Já - 364
  • Nei - 73
  • Auðir seðlar - 4
  • Ógild atkvæði - 1

Kjörsókn var töluvert meiri í Tálknafjarðarhreppi en þar voru 201 á kjörskrá. Talin atkvæði voru 145 og var kjörsókn því um 78,1 prósent. Í Vesturbyggð var kjörsókn ekki nema 52,48 prósent. Á kjörskrá voru 804 og talin atkvæði voru 442.

Það var þó yfirgnæfandi meirihluti í báðum sveitarfélögum sem samþykkti sameininguna. Í Tálknafjarðarhreppi samþykktu 96 prósent tillöguna og íbúar í Vesturbyggð samþykktu tillöguna með 82 prósent atkvæða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×