Zuism-bróðir dæmdur í þriggja ára fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2023 15:45 Einar Ágústsson á leið í dómssal í kórónuveirufaraldrinum. vísir/Vilhelm Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa tugi milljóna króna af fólki með blekkingum á árunum 2010 og 2012. Hann hefur þegar greitt fórnarlömbum sínum stóran hlut fjárhæðarinnar sem hann sveik af fólkinu. Um er að ræða endurupptökudóm. Einar var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í Landsrétti árið 2018 en einn dómaranna var meðal þeirra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, var talin hafa skipað ólöglega. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara við Landsrétt árið 2017 hafi strítt gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Einar krafðist, eins og fleiri, endurupptekningu dóms síns og kvað Landsréttur upp dóm sinn í dag. Einar var sakfelldur fyrir að svíkja um 74 milljónir króna út úr fjórum einstaklingum. Fjórmenningarnir höfðu fengið Einari fé í þeirri trú að hann ræki fjárfestingarsjóðinn Skajaquoda Fund í Bandaríkjunum. Slegið var föstu í dómnum að sjóðurinn hefði í raun aldrei verið starfræktur. Einar var ekki talinn eiga sér neinar málsbætur. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brotin þaulskipulögð og úthugsuð. Þá hefðu brotin staðið yfir í langan tíma og varðað háar fjárhæðir. Einar þarf að greiða öðrum þeim sem hann sveik 30 milljónir króna í bætur með vöxtum og öðrum rúmlega fjörutíu milljónir króna með vöxtum. Fram kemur í dómnum að Einar hefur þegar greitt inn á kröfur fólksins um 78 milljónir króna. Einar og Ágúst Arnar Ágústsson bróðir hans voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í tengslum við starfsemi trúfélagsins Zuism í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl í fyrra. Þeim hafði verið gefið að sök að svíkja í reynd út meira en 84 milljónir króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda með því að látast reka trúfélag með raunverulega starfsemi. Ekki taldist sannað að bræðurnir hefðu beitt blekkingum í málinu. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Zuism Dómsmál Trúmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Fjársvikamál Zuism-bróður tekið upp aftur Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Einars Ágústssonar, annars tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, um endurupptöku á máli þar sem hann var sakfelldur fyrir stórfelld fjársvik. Réttaráhrif upphaflega dómsins haldast á meðan beðið er nýs dóms. 20. júní 2022 14:47 Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. 9. maí 2022 15:51 Áfrýjar sýknudómi zúistabræðra til Landsréttar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi yfir tveimur bræðrum sem reka trúfélagið Zuism til Landsréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði bræðurna af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í síðasta mánuði. 6. maí 2022 10:50 Óljóst hvað verður um sóknargjöld Zuism Ekki liggur fyrir hvort að sýkna stjórnenda trúfélagsins Zuism af ákæru um fjársvik og peningaþvætti hafi áhrif á greiðslur sóknargjalda til félagsins sem hafa verið fryst í meira en þrjú ár. Enn eru hátt í þúsund félagsmenn í Zuism. 8. apríl 2022 16:42 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Um er að ræða endurupptökudóm. Einar var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í Landsrétti árið 2018 en einn dómaranna var meðal þeirra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, var talin hafa skipað ólöglega. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara við Landsrétt árið 2017 hafi strítt gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Einar krafðist, eins og fleiri, endurupptekningu dóms síns og kvað Landsréttur upp dóm sinn í dag. Einar var sakfelldur fyrir að svíkja um 74 milljónir króna út úr fjórum einstaklingum. Fjórmenningarnir höfðu fengið Einari fé í þeirri trú að hann ræki fjárfestingarsjóðinn Skajaquoda Fund í Bandaríkjunum. Slegið var föstu í dómnum að sjóðurinn hefði í raun aldrei verið starfræktur. Einar var ekki talinn eiga sér neinar málsbætur. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og brotin þaulskipulögð og úthugsuð. Þá hefðu brotin staðið yfir í langan tíma og varðað háar fjárhæðir. Einar þarf að greiða öðrum þeim sem hann sveik 30 milljónir króna í bætur með vöxtum og öðrum rúmlega fjörutíu milljónir króna með vöxtum. Fram kemur í dómnum að Einar hefur þegar greitt inn á kröfur fólksins um 78 milljónir króna. Einar og Ágúst Arnar Ágústsson bróðir hans voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í tengslum við starfsemi trúfélagsins Zuism í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl í fyrra. Þeim hafði verið gefið að sök að svíkja í reynd út meira en 84 milljónir króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda með því að látast reka trúfélag með raunverulega starfsemi. Ekki taldist sannað að bræðurnir hefðu beitt blekkingum í málinu. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Landsréttar.
Zuism Dómsmál Trúmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Fjársvikamál Zuism-bróður tekið upp aftur Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Einars Ágústssonar, annars tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, um endurupptöku á máli þar sem hann var sakfelldur fyrir stórfelld fjársvik. Réttaráhrif upphaflega dómsins haldast á meðan beðið er nýs dóms. 20. júní 2022 14:47 Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. 9. maí 2022 15:51 Áfrýjar sýknudómi zúistabræðra til Landsréttar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi yfir tveimur bræðrum sem reka trúfélagið Zuism til Landsréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði bræðurna af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í síðasta mánuði. 6. maí 2022 10:50 Óljóst hvað verður um sóknargjöld Zuism Ekki liggur fyrir hvort að sýkna stjórnenda trúfélagsins Zuism af ákæru um fjársvik og peningaþvætti hafi áhrif á greiðslur sóknargjalda til félagsins sem hafa verið fryst í meira en þrjú ár. Enn eru hátt í þúsund félagsmenn í Zuism. 8. apríl 2022 16:42 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Fjársvikamál Zuism-bróður tekið upp aftur Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Einars Ágústssonar, annars tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, um endurupptöku á máli þar sem hann var sakfelldur fyrir stórfelld fjársvik. Réttaráhrif upphaflega dómsins haldast á meðan beðið er nýs dóms. 20. júní 2022 14:47
Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. 9. maí 2022 15:51
Áfrýjar sýknudómi zúistabræðra til Landsréttar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi yfir tveimur bræðrum sem reka trúfélagið Zuism til Landsréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði bræðurna af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í síðasta mánuði. 6. maí 2022 10:50
Óljóst hvað verður um sóknargjöld Zuism Ekki liggur fyrir hvort að sýkna stjórnenda trúfélagsins Zuism af ákæru um fjársvik og peningaþvætti hafi áhrif á greiðslur sóknargjalda til félagsins sem hafa verið fryst í meira en þrjú ár. Enn eru hátt í þúsund félagsmenn í Zuism. 8. apríl 2022 16:42