Leiður, vonlítill og þreyttur bóndi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. október 2023 17:04 Þórólfur Ómar Óskarsson, kúabóndi í Eyjafjarðasveit segir það ekki vera neitt gamanmál að vera bóndi á Íslandi. Vísir/Samsett Þórólfur Ómar Óskarsson, ungur kúabóndi í Grænuhlíð í Eyjafirði, fór ófögrum orðum um núverandi rekstrarumhverfi bændastéttarinnar í ræðu sem hann flutti á baráttufundi Samtaka ungra bænda í Kópavogi í dag. Hann sagði það ekki vera neitt gamanmál að vera bóndi á Íslandi í dag og að það væri „algjör þvæla“ að reyna það við núverandi aðstæður. „Við vinnum mest allra stétta án þess svo nokkuð sem að taka frítúr við og við. Hjá mörgum okkar stendur valið alltaf á milli þess að vanrækja starfið eða vanrækja fjölskylduna, heimilið, vinina, áhugamálin og hjónabandið. Og hér inni eru eflaust margir flumsa yfir þessu en þetta er veruleiki flestra bænda, gott fólk,“ sagði hann og málar ekki fagra mynd af vinnuaðstæðum bænda. „Við erum menningararfur“ Þórólfur minnti einnig á mikilvægi íslensku bændastéttarinnar og þess hlutverks sem hún sinnir. „En hver erum við sem ég vitna til? Við erum fólkið í sveitunum, fólkið sem gætir okkar fallega lands, erum með það á láni á okkar lífsgöngu og sinnum því eftir fremsta megni. Við erum samfélag og við erum menningararfur. Við erum þín hjálparhönd þegar þörf er á og við sjáum þjóðinni og gestum hennar fyrir hollum matvælum fyrir hollum matvælum á ábyrgan hátt. Líkt og forrennarar okkar hafa gert í starfi svo öldum skiptir.“ „Blúndur á gamlar og gatslitnar gardínur“ Hann sagði þrautseigju bænda vera á þrotum og að í óbreyttu ástandi yrði hann ekki bóndi mikið lengur þrátt fyrir að langa til þess. Honum þykir ríkisstjórnin ekki hafa staðið við loforð sín í þessum málaflokki. „Sýnið málaflokknum þá virðingu að horfa ekki framhjá vandanum. Ekki tilheyra ríkistjórn sem gat ekki sammælst um að leiðrétta stöðu bænda þegar stjórnarsáttmálin fer fögru máli um matvælaöryggi og byggðafestu. Eða eru þessi orð kannski bara blúndur á gamlar og gatslitnar gardínur?“ „Ég er fjölskyldumaður í hjáverkum, bóndi að aðalstarfi. Leiður, vonlítill og þreyttur.“ Baráttufundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Landbúnaður Eyjafjarðarsveit Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Hann sagði það ekki vera neitt gamanmál að vera bóndi á Íslandi í dag og að það væri „algjör þvæla“ að reyna það við núverandi aðstæður. „Við vinnum mest allra stétta án þess svo nokkuð sem að taka frítúr við og við. Hjá mörgum okkar stendur valið alltaf á milli þess að vanrækja starfið eða vanrækja fjölskylduna, heimilið, vinina, áhugamálin og hjónabandið. Og hér inni eru eflaust margir flumsa yfir þessu en þetta er veruleiki flestra bænda, gott fólk,“ sagði hann og málar ekki fagra mynd af vinnuaðstæðum bænda. „Við erum menningararfur“ Þórólfur minnti einnig á mikilvægi íslensku bændastéttarinnar og þess hlutverks sem hún sinnir. „En hver erum við sem ég vitna til? Við erum fólkið í sveitunum, fólkið sem gætir okkar fallega lands, erum með það á láni á okkar lífsgöngu og sinnum því eftir fremsta megni. Við erum samfélag og við erum menningararfur. Við erum þín hjálparhönd þegar þörf er á og við sjáum þjóðinni og gestum hennar fyrir hollum matvælum fyrir hollum matvælum á ábyrgan hátt. Líkt og forrennarar okkar hafa gert í starfi svo öldum skiptir.“ „Blúndur á gamlar og gatslitnar gardínur“ Hann sagði þrautseigju bænda vera á þrotum og að í óbreyttu ástandi yrði hann ekki bóndi mikið lengur þrátt fyrir að langa til þess. Honum þykir ríkisstjórnin ekki hafa staðið við loforð sín í þessum málaflokki. „Sýnið málaflokknum þá virðingu að horfa ekki framhjá vandanum. Ekki tilheyra ríkistjórn sem gat ekki sammælst um að leiðrétta stöðu bænda þegar stjórnarsáttmálin fer fögru máli um matvælaöryggi og byggðafestu. Eða eru þessi orð kannski bara blúndur á gamlar og gatslitnar gardínur?“ „Ég er fjölskyldumaður í hjáverkum, bóndi að aðalstarfi. Leiður, vonlítill og þreyttur.“ Baráttufundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Landbúnaður Eyjafjarðarsveit Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira