Fuglaáhugamaður sakaður um alþjóðlegar njósnir og kallaður í skýrslutöku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. október 2023 20:31 Hlynur Steinsson er fuglaáhugamaður en ekki alþjóðlegur njósnari. arnar halldórsson Líffræðingur var kallaður í skýrslutöku hjá lögreglu, sakaður um njósnir við finnska sendiráðið vegna rannsóknar hans á mállýsku skógarþrasta. Mállýska fuglanna er nokkuð mismunandi eftir svæðum og jafnvel hverfum. Í myndbandsfréttinni má sjá Hlyn Steinsson, líffræðing leggja við hlustir í Öskjuhlíðinni en hann hefur undanfarin fjögur ár rannsakað mállýsku í söng skógarþrasta á höfuðborgarsvæðinu og músarindla um allt land. Búnaðinn, sem helst minnir á leikmuni í bíómynd, notar hann til að taka upp fuglasöng sem hann síðan greinir eftir á en Hlynur segir mállýskur fuglanna svæðisbundna. Er mikill munur eftir svæðum? „Já það er furðulega mikill munur á söngnum, sérstaklega á skógarþröstum innanbæjar. Það er mjög mikill munur á milli hverfa, þeir syngja mismunandi söng í Laugardalnum miðað við Vesturbæ og á Arnarnesi, mikill breytileiki í söngnum.“ Við sjáum hljóðdæmi í myndbandsfréttinni. Syngja ekki eins í Fossvogi og Laugardal Hlynur segir línuna nokkuð skýra milli hverfa þegar kemur að söngnum, nokkurs konar landamæri. „Söng skógarþrasta má skipta upp í tvö erindi eða hluta. Fyrst kemur svona stutt upphafsstef með mjög skýrum nótum, og síðan kemur eitthvað algjört bull, miklar og hraðar fléttur, en í þessu upphafsstefi er mjög skýr og breytilegur, svæðisbundinn munur í fyrstu nótunum í söngnum. Þannig maður heyrir þetta mjög vel.“ Hlynur hefur fundið um tuttugu og fimm til þrjátíu mállýskur skógarþrasta á höfuðborgarsvæðinu en segir að á landsvísu séu þær nær þúsund. Búnaður Hlyns er nokkuð merkilegur. Hér skoðar hann ýmsar stillingar.arnar halldórsson Sakaður um njósnir Í fyrra var hann staddur fyrir utan finnska sendiráðið, þar sem hann greindi mállýsku skógarþrastar í tré þar nálægt, þegar hann sér karlmann fyrir utan sendiráðið taka ljósmynd af sér. „Og síðan tveimur eða þremur dögum seinna fæ ég símtal frá rannsóknarlögreglu ríkisins og þau vildu fá að sjá njósnabúnaðinn minn sem voru þessar fínu græjur.“ Boðið í kaffi í sendiráðinu Lögreglan ræddi við hann en sleppti honum að skýrslutöku lokinni og bent á að framkvæma rannsóknina ekki í grennd við sendiráð. Hlyni brá eðlilega þegar hann fékk símtal frá lögreglu og sérstaklega vegna þess að hún vissi hver hann var út frá einni ljósmynd. „Við greiddum úr þessum misskilningi, að ég væri ekki alþjóðlegur njósnari heldur bara áhugamaður um fuglasöng. Ég sendi síðan bréf á finnska sendiráðið og baðst afsökunar og þau tóku bara vel í þetta, fannst þetta fyndið og buðu mér í kaffi.“ Þannig það má segja að mállýska fugla fyrir utan sendiráð sé ókunn? „Já, lokað ríkisleyndarmál.“ Fuglar Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Í myndbandsfréttinni má sjá Hlyn Steinsson, líffræðing leggja við hlustir í Öskjuhlíðinni en hann hefur undanfarin fjögur ár rannsakað mállýsku í söng skógarþrasta á höfuðborgarsvæðinu og músarindla um allt land. Búnaðinn, sem helst minnir á leikmuni í bíómynd, notar hann til að taka upp fuglasöng sem hann síðan greinir eftir á en Hlynur segir mállýskur fuglanna svæðisbundna. Er mikill munur eftir svæðum? „Já það er furðulega mikill munur á söngnum, sérstaklega á skógarþröstum innanbæjar. Það er mjög mikill munur á milli hverfa, þeir syngja mismunandi söng í Laugardalnum miðað við Vesturbæ og á Arnarnesi, mikill breytileiki í söngnum.“ Við sjáum hljóðdæmi í myndbandsfréttinni. Syngja ekki eins í Fossvogi og Laugardal Hlynur segir línuna nokkuð skýra milli hverfa þegar kemur að söngnum, nokkurs konar landamæri. „Söng skógarþrasta má skipta upp í tvö erindi eða hluta. Fyrst kemur svona stutt upphafsstef með mjög skýrum nótum, og síðan kemur eitthvað algjört bull, miklar og hraðar fléttur, en í þessu upphafsstefi er mjög skýr og breytilegur, svæðisbundinn munur í fyrstu nótunum í söngnum. Þannig maður heyrir þetta mjög vel.“ Hlynur hefur fundið um tuttugu og fimm til þrjátíu mállýskur skógarþrasta á höfuðborgarsvæðinu en segir að á landsvísu séu þær nær þúsund. Búnaður Hlyns er nokkuð merkilegur. Hér skoðar hann ýmsar stillingar.arnar halldórsson Sakaður um njósnir Í fyrra var hann staddur fyrir utan finnska sendiráðið, þar sem hann greindi mállýsku skógarþrastar í tré þar nálægt, þegar hann sér karlmann fyrir utan sendiráðið taka ljósmynd af sér. „Og síðan tveimur eða þremur dögum seinna fæ ég símtal frá rannsóknarlögreglu ríkisins og þau vildu fá að sjá njósnabúnaðinn minn sem voru þessar fínu græjur.“ Boðið í kaffi í sendiráðinu Lögreglan ræddi við hann en sleppti honum að skýrslutöku lokinni og bent á að framkvæma rannsóknina ekki í grennd við sendiráð. Hlyni brá eðlilega þegar hann fékk símtal frá lögreglu og sérstaklega vegna þess að hún vissi hver hann var út frá einni ljósmynd. „Við greiddum úr þessum misskilningi, að ég væri ekki alþjóðlegur njósnari heldur bara áhugamaður um fuglasöng. Ég sendi síðan bréf á finnska sendiráðið og baðst afsökunar og þau tóku bara vel í þetta, fannst þetta fyndið og buðu mér í kaffi.“ Þannig það má segja að mállýska fugla fyrir utan sendiráð sé ókunn? „Já, lokað ríkisleyndarmál.“
Fuglar Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira