„Tilefni fyrir alla valdhafa að hlusta“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. október 2023 20:55 Lögregla segist hafa þurft að stækka lokanir í miðbænum í dag, svo mörg voru mætt. Vísir/Vilhelm Skipuleggjendur kvennaverkfallsins segja magnað að hafa fundið fyrir þeirri samstöðu sem hafi myndast á Arnarhóli og víðar í dag. Þær segja fjöldann sem mætti tilefni fyrir valdhafa til að hlusta. Lögregla áætlar að á bilinu 70 til 100 þúsund manns hafi mætt á Arnarhól í dag. Fréttamenn Stöðvar 2 gerðu upp viðburðaríkan dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það má alveg segja að fjöldinn hafi farið fram úr okkar björtustu væntingum og það er bara ótrúlega magnað að hafa fundið fyrir þessari samstöðu sem var hérna á hólnum í dag,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, einn skipuleggjenda kvennaverkfallsins sem ræddi við fréttastofu ásamt Ingu Auðbjörg Straumland. Inga segir að vonir hafi staðið til um að stór hluti kvenna og kvára myndi mæta. Það hafi gerst. Sonja Ýr segir fyrirmyndina kvennafrídaginn frá 1975. Geturðu lýst mikilvægi dagsins í dag fyrir konur og hverju skilar þetta okkur? „Auðvitað er þetta gert að fyrirmynd 24. október 1975 sem varð sprengikraftur í framþróun jafnréttismála hér á landi eins og öll okkar þekkja til og markmiðið hér í dag var að draga aftur fram mikilvægi umræðu um jafnréttismál og að það sé gripið til aðgerða og ég held að miðað við fólksfjöldann, það er talað um að það hafi hundrað þúsund mætt hingað í dag, að þá sé tilefni fyrir alla valdhafa að hlusta á það og taka kröfur dagsins alvarlega.“ Hvaða skilaboð viljið þið senda til kvenna og kvára sem mættu hingað í dag? „Við bara vonum að við þurfum aldrei að gera þetta aftur, af því að feðraveldið sé bara fallið en annars sjáumst við kannski eftir tvö ár.“ Þurftu að stækka lokanir Ásgeir Þór Ásgeirsson, segir að gríðarlega vel hafi gengið í dag. Spurður hversu margir hafi mætt segir hann að besta gisk lögreglunnar sé á bilinu 70 til 100 þúsund manns. „Það má deila um það eins og menn vilja og ég mun ekki leggja mikið í það. En það sem kannski þurfti ekki að deila um er að við þurftum að stækka lokanirnar miðað við það sem við höfðum gert ráð fyrir í byrjun og það var þéttara og fólkið í kringum Arnarhól tók meira pláss heldur en hefur verið á Arnarhóli á menningarnótt.“ Hvernig fór þetta fram? „Þetta fór bara afskaplega vel fram. Einu verkefni lögreglu voru bara aðstoðarverkefni við fólk þar sem kannski komu upp veikindi, sem er bara viðbúið þar sem svona margt fólk kemur saman.“ Voru konurnar í verkfalli hjá ykkur? „Við hvöttum þær til að vera í verkfalli en það voru einhverjar sem kusu að koma á vakt og nokkrar þeirra komu og unnu við þennan viðburð og voru þá í bænum. En þetta var alfarið í þeirra höndum.“ Kvennaverkfall Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Lögregla áætlar að á bilinu 70 til 100 þúsund manns hafi mætt á Arnarhól í dag. Fréttamenn Stöðvar 2 gerðu upp viðburðaríkan dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það má alveg segja að fjöldinn hafi farið fram úr okkar björtustu væntingum og það er bara ótrúlega magnað að hafa fundið fyrir þessari samstöðu sem var hérna á hólnum í dag,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, einn skipuleggjenda kvennaverkfallsins sem ræddi við fréttastofu ásamt Ingu Auðbjörg Straumland. Inga segir að vonir hafi staðið til um að stór hluti kvenna og kvára myndi mæta. Það hafi gerst. Sonja Ýr segir fyrirmyndina kvennafrídaginn frá 1975. Geturðu lýst mikilvægi dagsins í dag fyrir konur og hverju skilar þetta okkur? „Auðvitað er þetta gert að fyrirmynd 24. október 1975 sem varð sprengikraftur í framþróun jafnréttismála hér á landi eins og öll okkar þekkja til og markmiðið hér í dag var að draga aftur fram mikilvægi umræðu um jafnréttismál og að það sé gripið til aðgerða og ég held að miðað við fólksfjöldann, það er talað um að það hafi hundrað þúsund mætt hingað í dag, að þá sé tilefni fyrir alla valdhafa að hlusta á það og taka kröfur dagsins alvarlega.“ Hvaða skilaboð viljið þið senda til kvenna og kvára sem mættu hingað í dag? „Við bara vonum að við þurfum aldrei að gera þetta aftur, af því að feðraveldið sé bara fallið en annars sjáumst við kannski eftir tvö ár.“ Þurftu að stækka lokanir Ásgeir Þór Ásgeirsson, segir að gríðarlega vel hafi gengið í dag. Spurður hversu margir hafi mætt segir hann að besta gisk lögreglunnar sé á bilinu 70 til 100 þúsund manns. „Það má deila um það eins og menn vilja og ég mun ekki leggja mikið í það. En það sem kannski þurfti ekki að deila um er að við þurftum að stækka lokanirnar miðað við það sem við höfðum gert ráð fyrir í byrjun og það var þéttara og fólkið í kringum Arnarhól tók meira pláss heldur en hefur verið á Arnarhóli á menningarnótt.“ Hvernig fór þetta fram? „Þetta fór bara afskaplega vel fram. Einu verkefni lögreglu voru bara aðstoðarverkefni við fólk þar sem kannski komu upp veikindi, sem er bara viðbúið þar sem svona margt fólk kemur saman.“ Voru konurnar í verkfalli hjá ykkur? „Við hvöttum þær til að vera í verkfalli en það voru einhverjar sem kusu að koma á vakt og nokkrar þeirra komu og unnu við þennan viðburð og voru þá í bænum. En þetta var alfarið í þeirra höndum.“
Kvennaverkfall Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira