Rúmenskri konu vísað úr landi í annað sinn á rúmum mánuði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2023 12:44 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Hrafnkell Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að rúmensk kona sem verið hefur í haldi lögreglu á Keflavíkurflugvelli frá því síðdegis í gær verði vísað úr landi. Þetta er í annað skiptið á rúmum mánuði sem konan fær ekki að koma til landsins. Lögmaður konunnar er ósátt að hafa ekki fengið afrit af ákvörðun lögreglustjórans. Vísir fjallaði um málið í gærkvöldi og ræddi við Claudiu Ashanie Wilson, lögmann konunnar. Fram kom að konunni hefði áður verið vísað úr landi. Sú ákvörðun hefði verið kærð til kærunefndar útlendingamála. Claudia sagði konuna tala litla ensku og sætti ómannúðlegri meðferð. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að konunni hafi verið vísað frá landinu við komu hennar í september. „Við komu hennar til landsins í gær var hún tekin til skoðunar á landamærum þar sem grunur lék á að hún uppfyllti ekki skilyrði laga um útlendinga nr. 80/2016 til að fá inngöngu í landið. Hefur lögregla nú komist að þeirri niðurstöðu að hún uppfylli ekki umrædd skilyrði og ákvörðun verið tekin um að frávísa henni aftur frá landinu,“ segir Úlfar. Hann bendir á 1. mgr. 15. greinar laga um landamæri nr. 136/2022 þar sem segi: „Lögregla skal tryggja að útlendingur sem ekki uppfyllir skilyrði fyrir komu til landsins fái ekki inngöngu í landið.“ Claudia tjáði fréttastofu í gær að konan hefði sagst þurfa að grátbiðja lögreglu um vatn og mat. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Claudia umbjóðanda sinn hafa tjáð sér í morgun að henni hefði verið hótað því að fá engan mat fyrr en klukkan 12 keypti hún ekki flugmiða frá Íslandi af sjálfsdáðum. Úlfar segir konuna hafa fengið að borða og drekka á meðan hún var í haldi. Þá hefði ranglega verið haldið fram að konan sætti einangrun. Rúmenska konan hefði bæði rætt við lögmann sinn, í gær og í dag. Claudia segir samtöl sín við konuna flókin sökum tungumálaörðugleika og að konan hafi tjáð henni að túlkurinn sem hefði aðstoðað við birtingu ákvörðunar lögreglustjórans tali takmarkaða ensku. Konan geti bjargað sér á ensku en á eigi erfitt með að skilja flókinn lagatexta. Þá telur Claudia háttsemi lögreglunnar, að hafa ekki orðið við beiðni hennar um afrit af ákvörðun lögreglu, ámælisverða. Þannig sjái hún ekki á hvaða grundvelli laganna konan hafi verið tekin í hald. Hún hafi margítrekað lagt fram þá beiðni enda sé konan EES-ríkisborgari sem njóti ríkrar verndar gegn frávísun frá landi. „Þannig fyrst get ég ráðlagt mínum umbjóðanda um hennar réttindi og skyldur. Þetta er hennar grundvallarréttur. Það er þýðingarlaust að ræða við mig ef við vitum ekki á hvaða grundvelli ákvörðunin var tekin.“ Úlfar lögreglustjóri segir málið unnið í samræmi við ákvæði laga um útlendinga nr. 80/2016 og lög um landamæri nr. 136/2022. Hann teldi ekki við hæfi að upplýsa um hvaða grein laganna ætti við í tilfelli konunnar. Að öðru leyti verði ekki fjallað frekar um málið af hálfu embættisins. Keflavíkurflugvöllur Rúmenía Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Vísir fjallaði um málið í gærkvöldi og ræddi við Claudiu Ashanie Wilson, lögmann konunnar. Fram kom að konunni hefði áður verið vísað úr landi. Sú ákvörðun hefði verið kærð til kærunefndar útlendingamála. Claudia sagði konuna tala litla ensku og sætti ómannúðlegri meðferð. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að konunni hafi verið vísað frá landinu við komu hennar í september. „Við komu hennar til landsins í gær var hún tekin til skoðunar á landamærum þar sem grunur lék á að hún uppfyllti ekki skilyrði laga um útlendinga nr. 80/2016 til að fá inngöngu í landið. Hefur lögregla nú komist að þeirri niðurstöðu að hún uppfylli ekki umrædd skilyrði og ákvörðun verið tekin um að frávísa henni aftur frá landinu,“ segir Úlfar. Hann bendir á 1. mgr. 15. greinar laga um landamæri nr. 136/2022 þar sem segi: „Lögregla skal tryggja að útlendingur sem ekki uppfyllir skilyrði fyrir komu til landsins fái ekki inngöngu í landið.“ Claudia tjáði fréttastofu í gær að konan hefði sagst þurfa að grátbiðja lögreglu um vatn og mat. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Claudia umbjóðanda sinn hafa tjáð sér í morgun að henni hefði verið hótað því að fá engan mat fyrr en klukkan 12 keypti hún ekki flugmiða frá Íslandi af sjálfsdáðum. Úlfar segir konuna hafa fengið að borða og drekka á meðan hún var í haldi. Þá hefði ranglega verið haldið fram að konan sætti einangrun. Rúmenska konan hefði bæði rætt við lögmann sinn, í gær og í dag. Claudia segir samtöl sín við konuna flókin sökum tungumálaörðugleika og að konan hafi tjáð henni að túlkurinn sem hefði aðstoðað við birtingu ákvörðunar lögreglustjórans tali takmarkaða ensku. Konan geti bjargað sér á ensku en á eigi erfitt með að skilja flókinn lagatexta. Þá telur Claudia háttsemi lögreglunnar, að hafa ekki orðið við beiðni hennar um afrit af ákvörðun lögreglu, ámælisverða. Þannig sjái hún ekki á hvaða grundvelli laganna konan hafi verið tekin í hald. Hún hafi margítrekað lagt fram þá beiðni enda sé konan EES-ríkisborgari sem njóti ríkrar verndar gegn frávísun frá landi. „Þannig fyrst get ég ráðlagt mínum umbjóðanda um hennar réttindi og skyldur. Þetta er hennar grundvallarréttur. Það er þýðingarlaust að ræða við mig ef við vitum ekki á hvaða grundvelli ákvörðunin var tekin.“ Úlfar lögreglustjóri segir málið unnið í samræmi við ákvæði laga um útlendinga nr. 80/2016 og lög um landamæri nr. 136/2022. Hann teldi ekki við hæfi að upplýsa um hvaða grein laganna ætti við í tilfelli konunnar. Að öðru leyti verði ekki fjallað frekar um málið af hálfu embættisins.
Keflavíkurflugvöllur Rúmenía Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira