Vill breyta lyfjalögum svo börn geti ekki keypt lyf Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. október 2023 22:00 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir víða í löndunum í kringum okkur vera gert ráð fyrir að börn undir ákveðnum aldri geti ekki keypt sér lyf sjálf. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vill sjá breytingar á lyfjalögum þannig að börn geti ekki lengur keypt lyf. Eins og lögin eru í dag þá er ekki kveðið á um nein aldurstakmörk þegar lyf eru keypt. Þetta á við um bæði lausasölulyf og lyf sem læknar skrifa upp á. Frumvarp um breytingarnar liggur fyrir í samráðsgátt stjórnvalda. Fjallað var um málið á dögunum í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur er á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Dæmi eru um að börn í íþróttum taki verkjalyf til að komast á æfingar og keppa. Fréttastofa sendi meðal annars þrettán ára strák í tvö apótek til að kaupa verkjalyf og reyndist það lítið mál fyrir hann. Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+ en hann er sýndur bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Willum segist vilja breyta því að börn geti keypt lyf og að þegar sé hafin vinna við það. „Það þarf að koma fyrir heimild í lyfjalög til að það sé hægt að setja reglur um þetta og um afgreiðslu lyfja.“ Hann segir að horft verði til nágrannalandanna þegar ákveðið verði hversu gömul börn þurfi að vera til að fá lyf afgreidd. „Þetta eru svona á bilinu fimmtán til átján ára á öðrum Norðurlöndum slík heimild og aldursreglur. Þannig að við fórum bara á stað með ábendingu frá Lyfjastofnun í kjölfarið á þessari umfjöllun í ráðuneytinu og erum að setja heimildargrein í lyfjalög í samráð og svo reglugerð samhliða sem myndi þá byggja á þessari lagastoð, heimildargrein um aldurstengdar reglur í þessu samhengi.“ Klippa: Willum Þór um lyfjalög Sjá má viðtal við Willum í spilaranum hér fyrir ofan Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Lyf Tengdar fréttir „Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. 20. október 2023 12:16 „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00 Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. 17. október 2023 23:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sjá meira
Eins og lögin eru í dag þá er ekki kveðið á um nein aldurstakmörk þegar lyf eru keypt. Þetta á við um bæði lausasölulyf og lyf sem læknar skrifa upp á. Frumvarp um breytingarnar liggur fyrir í samráðsgátt stjórnvalda. Fjallað var um málið á dögunum í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur er á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Dæmi eru um að börn í íþróttum taki verkjalyf til að komast á æfingar og keppa. Fréttastofa sendi meðal annars þrettán ára strák í tvö apótek til að kaupa verkjalyf og reyndist það lítið mál fyrir hann. Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+ en hann er sýndur bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Willum segist vilja breyta því að börn geti keypt lyf og að þegar sé hafin vinna við það. „Það þarf að koma fyrir heimild í lyfjalög til að það sé hægt að setja reglur um þetta og um afgreiðslu lyfja.“ Hann segir að horft verði til nágrannalandanna þegar ákveðið verði hversu gömul börn þurfi að vera til að fá lyf afgreidd. „Þetta eru svona á bilinu fimmtán til átján ára á öðrum Norðurlöndum slík heimild og aldursreglur. Þannig að við fórum bara á stað með ábendingu frá Lyfjastofnun í kjölfarið á þessari umfjöllun í ráðuneytinu og erum að setja heimildargrein í lyfjalög í samráð og svo reglugerð samhliða sem myndi þá byggja á þessari lagastoð, heimildargrein um aldurstengdar reglur í þessu samhengi.“ Klippa: Willum Þór um lyfjalög Sjá má viðtal við Willum í spilaranum hér fyrir ofan
Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Lyf Tengdar fréttir „Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. 20. október 2023 12:16 „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00 Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. 17. október 2023 23:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sjá meira
„Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. 20. október 2023 12:16
„Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00
Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. 17. október 2023 23:00