Rúi og Stúi flottir á sviðinu í Aratungu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. október 2023 20:00 Rúi og Stúi standa sig frábærlega á sviðinu í Aratungu eins og allir aðrir leikarar verksins. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Að gera hlutina sjálfur, ekki stóla alltaf á að einhver annar geri þá“, er boðskapur sýningarinnar „Rúi og Stúi“, sem er fyrsta barnaleikritið, sem Leikdeild Ungmennafélags Biskupstunga sýnir nú í félagsheimilinu Aratungu og var frumsýnt um helgina. Rúi og Stúi er eftir þá Skúla Rúnar Hilmarsson og Örn Alexandersson nú í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar og frumsamin tónlist í leikritinu er eftir Stefán Þorleifsson. Hér er um skemmtilegt barnaleikrit að ræða þar sem leikarar á öllum aldri fara á kostum. Verkið gengur út á vél, sem Rúi og Stúi hafa smíðað en hún getur gert við hluti, búið til hluti og jafnvel gert nákvæma styttu af sveitarstjóranum. „Þetta er búið að ganga rosalega vel. Við höfum skemmt okkur konunglega vel við það að koma þessar sýningu á laggirnar og hlegið okkur máttlaust hér hvert einasta kvöld og ég held að það skili sér bara yfir til áhorfenda,“ segir Ólafur Jens. Ólafur Jens Sigurðsson er leikstjóri sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er ótrúlega skemmtilegt, það er ógeðslega gaman að leika hérna og skemmta fólki og ekki síður að læra nýja hluti, það er bara mjög gaman,“ segir Bergur Tjörfi Bjarnason, 11 ára, sem leikur þjófinn og lögregluna. Mörg mjög skemmtileg atvika verða á sviðinu þar sem börn jafnt sem fullorðnir skemmta sér saman í salnum, svo ekki sé minnst á leikarana á sviðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Þetta er algjörlega frábært, börnin eru skemmtilegustu áhorfendur, sem til eru,“ segir Runólfur Einarsson, sem leikur Stúa og Sigurjón Sæland, sem leikur Rúa bætir við, „Þetta er líka í fyrsta skipti, sem leikfélagið hér setur upp barnaleikrit.“ Og flott systkini leika á sviðinu, hann sem sveitarstjóri og hún sem prófessor. „Þetta er að viðhalda barninu í sjálfum sér, það er það sem skiptir máli, segir Hannes Örn Blandon og systir hans, Íris Blandon, bætir strax við. „Og geðheilsunni“. Systkinin, Íris Blandon og Hannes Örn Blandon, sem fara á kostum í sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er boðskapur sýningarinnar? „Að gera hlutina sjálfur, já, gera hlutina sjálfur, ekki alltaf að stóla á eitthvað annað eða að einhver annar geri það,“ segja systkinin samtaka um leið og þau hvetja alla, sem vettlingi geta valdið að skella sér á sýninguna í Aratungu. Hér er hægt að kaupa miða á sýninguna Hægt er að panta miða á sýninguna á tix.is eða hjá stjórnarfólki leikfélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Menning Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Rúi og Stúi er eftir þá Skúla Rúnar Hilmarsson og Örn Alexandersson nú í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar og frumsamin tónlist í leikritinu er eftir Stefán Þorleifsson. Hér er um skemmtilegt barnaleikrit að ræða þar sem leikarar á öllum aldri fara á kostum. Verkið gengur út á vél, sem Rúi og Stúi hafa smíðað en hún getur gert við hluti, búið til hluti og jafnvel gert nákvæma styttu af sveitarstjóranum. „Þetta er búið að ganga rosalega vel. Við höfum skemmt okkur konunglega vel við það að koma þessar sýningu á laggirnar og hlegið okkur máttlaust hér hvert einasta kvöld og ég held að það skili sér bara yfir til áhorfenda,“ segir Ólafur Jens. Ólafur Jens Sigurðsson er leikstjóri sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er ótrúlega skemmtilegt, það er ógeðslega gaman að leika hérna og skemmta fólki og ekki síður að læra nýja hluti, það er bara mjög gaman,“ segir Bergur Tjörfi Bjarnason, 11 ára, sem leikur þjófinn og lögregluna. Mörg mjög skemmtileg atvika verða á sviðinu þar sem börn jafnt sem fullorðnir skemmta sér saman í salnum, svo ekki sé minnst á leikarana á sviðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Þetta er algjörlega frábært, börnin eru skemmtilegustu áhorfendur, sem til eru,“ segir Runólfur Einarsson, sem leikur Stúa og Sigurjón Sæland, sem leikur Rúa bætir við, „Þetta er líka í fyrsta skipti, sem leikfélagið hér setur upp barnaleikrit.“ Og flott systkini leika á sviðinu, hann sem sveitarstjóri og hún sem prófessor. „Þetta er að viðhalda barninu í sjálfum sér, það er það sem skiptir máli, segir Hannes Örn Blandon og systir hans, Íris Blandon, bætir strax við. „Og geðheilsunni“. Systkinin, Íris Blandon og Hannes Örn Blandon, sem fara á kostum í sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er boðskapur sýningarinnar? „Að gera hlutina sjálfur, já, gera hlutina sjálfur, ekki alltaf að stóla á eitthvað annað eða að einhver annar geri það,“ segja systkinin samtaka um leið og þau hvetja alla, sem vettlingi geta valdið að skella sér á sýninguna í Aratungu. Hér er hægt að kaupa miða á sýninguna Hægt er að panta miða á sýninguna á tix.is eða hjá stjórnarfólki leikfélagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Menning Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira