Lífið

Albert og Guðlaug Elísa nutu lífsins á fimm stjörnu glæsihóteli

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Albert og Guðlaug Elísa eiga saman tvö börn. Saman búa þau á Ítalíu þar sem Albert er á samningi við ítalska liðið Genóa.
Albert og Guðlaug Elísa eiga saman tvö börn. Saman búa þau á Ítalíu þar sem Albert er á samningi við ítalska liðið Genóa.

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og kærasta hans, Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir, nutu lífsins í smábænum Cerretto Guidi á Ítalíu liðna helgi með börnum sínum tveimur.

„Long weekend in Tuscany,“ skrifaði Guðlaug Elísa og birti myndasyrpu á Instagram af fjölskyldunni njóta sólarinnar í fallegu ítölsku umhverfi. 

Fjölskyldan gisti á fimm stjörnu glæsihótelinu, Villa Petriolo, en hótelið er staðsett á friðsælu og sjálfbæru svæði þar sem rík áhersla er á lífrænar afurðir.

Fjölskyldan er búsett á Ítalíu þar sem Albert leikur með ítalska liðinu Genoa C.F.C. 

Albert var kærður fyrir kynferðisbrot gegn konu síðastliðið sumar. Á meðan mál hans er til rannsóknar er hann ekki gjaldgengur í íslenska landsliðið samkvæmt reglum Knattspyrnusambands Íslands. Hann var því ekki í hópnum í leikjunum gegn Lúxemborg og Liechtenstein á föstudag og mánudag. 

Albert neitar öllum ásökunum og kveðst saklaus. Mál hans er á borði ákærusviðs lögreglu og niðurstöðu beðið.


Tengdar fréttir

Mál Alberts komið til á­kæru­sviðs

Rannsókn á máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar er lokið og það er komið á borð ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×