Nemendahópur frá Þýskalandi fékk að fljóta með Hólmfríður Gísladóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 10. október 2023 07:17 Nemendahópur og tveir kennarar frá suðurhluta Þýskalands fengu að fljóta með Íslendingunum og segjast afar þakklát. Vísir/Einar „Við erum svo þakklát,“ sagði Clarissa Duvigneau, nýr sendiherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli í morgun, þegar hún tók á móti hópi þýskra ríkisborgara sem flugu hingað til lands frá Ísrael. Að sögn Duvigneau var haft samband við hana í gær en nokkur sæti voru laus í vélinni sem átti að flytja hóp Íslendinga heim og spurðu Þjóðverjarnir hvort þeir mættu fljóta með. Um var að ræða hóp sem taldi tvo kennara og tíu nemendur frá suðurhluta Þýskalands. Clarissa Duvigneau sendiherra Þýskalands á Íslandi. Hópurinn var staddur í eyðimörkinni þegar átökin brutust út og heldu þau fyrst að þrumuveður væri í aðsigi. Þau áttuðu sig hins vegar fljótt á því að svo var ekki. „Við vorum mjög heppin,“ svarar einn úr hópnum spurður að því hvernig það kom til að þau flugu hingað til lands með Íslendingunum. „Það kváðu við loftvarnaflautur og við þurftum að hlaupa í byrgi. Og í byrginu var fólk alls staðar að úr heiminum. Það voru tveir einstaklingar frá Íslandi, kona og eiginmaður hennar, og þau sátu með okkur í byrginu.“ Þau héldu sambandi og ræddu saman daginn eftir. Konan hafi grátið þegar það kom í ljós að stjórnvöld á Íslandi ætlaði að sækja þau. „Og þau komu að borðinu okkar og sögðu: Hérna er símanúmer... kannski eigið þið möguleika á að ná í manneskju sem vinnur hjá utanríkisráðuneytinu. Og ég gerði það. Og þau gátu ekki staðfest það, það var ekki talið að það væri pláss fyrir svona marga, en í gærnótt klukkan þrjú þegar allir voru sofandi fékk ég símtal og það var manneskjan frá utanríkisráðuneytinu á Íslandi sem staðfesti að við gætum komið með.“ Ferðin hefði verið löng og erfið þar sem þau þurftu fyrst að fara frá Tel Aviv til Jórdaníu en þau væru mjög glöð að vera komin til Íslands. Átök í Ísrael og Palestínu Keflavíkurflugvöllur Þýskaland Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Fleiri fréttir Meiriháttar útkall hjá slökkviliði í vesturhluta borgarinnar Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Sjá meira
Að sögn Duvigneau var haft samband við hana í gær en nokkur sæti voru laus í vélinni sem átti að flytja hóp Íslendinga heim og spurðu Þjóðverjarnir hvort þeir mættu fljóta með. Um var að ræða hóp sem taldi tvo kennara og tíu nemendur frá suðurhluta Þýskalands. Clarissa Duvigneau sendiherra Þýskalands á Íslandi. Hópurinn var staddur í eyðimörkinni þegar átökin brutust út og heldu þau fyrst að þrumuveður væri í aðsigi. Þau áttuðu sig hins vegar fljótt á því að svo var ekki. „Við vorum mjög heppin,“ svarar einn úr hópnum spurður að því hvernig það kom til að þau flugu hingað til lands með Íslendingunum. „Það kváðu við loftvarnaflautur og við þurftum að hlaupa í byrgi. Og í byrginu var fólk alls staðar að úr heiminum. Það voru tveir einstaklingar frá Íslandi, kona og eiginmaður hennar, og þau sátu með okkur í byrginu.“ Þau héldu sambandi og ræddu saman daginn eftir. Konan hafi grátið þegar það kom í ljós að stjórnvöld á Íslandi ætlaði að sækja þau. „Og þau komu að borðinu okkar og sögðu: Hérna er símanúmer... kannski eigið þið möguleika á að ná í manneskju sem vinnur hjá utanríkisráðuneytinu. Og ég gerði það. Og þau gátu ekki staðfest það, það var ekki talið að það væri pláss fyrir svona marga, en í gærnótt klukkan þrjú þegar allir voru sofandi fékk ég símtal og það var manneskjan frá utanríkisráðuneytinu á Íslandi sem staðfesti að við gætum komið með.“ Ferðin hefði verið löng og erfið þar sem þau þurftu fyrst að fara frá Tel Aviv til Jórdaníu en þau væru mjög glöð að vera komin til Íslands.
Átök í Ísrael og Palestínu Keflavíkurflugvöllur Þýskaland Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Fleiri fréttir Meiriháttar útkall hjá slökkviliði í vesturhluta borgarinnar Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Sjá meira