„Íslendingar virðast oft eiga heimsmet í skammsýni“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. október 2023 15:31 Hljómsveitin Celebs er meðal þeirra sem koma fram á Hálendishátíðinni. Vísir/Vilhelm „Okkur þykir einstaklega vænt um að vera partur af hátíð sem þessari þar sem okkur er svo innilega annt um umhverfi okkar og þá náttúruperlu sem hálendi okkar Íslendinga er,“ segir hljómsveitin Celebs, sem kemur fram á Hálendishátíðinni á miðvikudagskvöld í Iðnó. Landvernd stendur fyrir þessari hátíð og tónleikaseríu þar sem fjölbreytt tónlistaratriði stíga á stokk en ásamt sveitinni Celebs verða GDRN, Lón og Kári. Benedikt Traustason formaður Landvarðafélags Íslands er ræðumaður kvöldsins og Villi Netó kynnir. „Dýrmætasta sem við eigum“ Blaðamaður ræddi við Suðureyrar systkinin Valgeir Skorra, Hrafnkel og Kötlu sem mynda Celebs. „Okkur þykir mikilvægt að fólk hafi það í huga að þetta er ekki sjálfgefið, við erum heppin með náttúruna okkar og eigum að koma fram við hana af þeirri virðingu sem hún á skilið. Við eigum að hlúa að henni, ekki ganga um of á hana en þar sem Íslendingar virðast oft eiga heimsmet í skammsýni þá er það hægara sagt en gert. Ósnortin náttúran er það dýrmætasta sem við eigum og hvetjum við öll til að leggja þessu góða málefni lið.“ Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Bongó, blús & næs með Celebs: Þau segja tónlistina sannarlega nýtast sér vel við ýmsa hluti, þar á meðal að koma áleiðis þeim málefnum sem skiptir þau máli. „Tónlist getur hjálpað okkur að losa um uppbyggða spennu. Hvort sem hún er þung eða hress, lamandi eða lífgandi þá losar tónlist um orku og getur jafnvel hjálpað okkur að bugast ekki gagnvart öllu því rugli sem er í gangi alla daga, á öllum skölum í kringum okkur. Dómsdagur er í nánd og við viljum veita þeim lið sem eru að berjast gegn þeirri þróun og leyfa okkur að dansa smá.“ Markmiðið að efla kærleikann gagnvart Hálendinu Í fréttatilkynningu segir að með tónleikunum vilji Landvernd og listamennirnir sem fram koma vekja athygli á dásemdum Hálendisins. „Á sama tíma viljum við líka benda á þær ógnir er að því steðja. Markmið tónleikanna er að efla kærleikann gagnvart Hálendinu og gefa því málsvara, en víða er að því sótt þessa dagana. Ágóði af tónleikunum verður notaður til að verja og vernda Hálendi Íslands svo við öll og komandi kynslóðir getum notið dásemda þess.“ GDRN, Kári, Celebs og Lón koma fram í Iðnó.Aðsend Benedikt Traustason, formaður Landvarðarfélags Íslands og ræðumaður kvöldsins, segir hátíðina skipta miklu máli. „Hálendið er og á að vera okkar allra en það er alls ekki sjálfgefið að þannig verði það áfram. Ef við viljum að börnin okkar og börnin þeirra fái að njóta hálendisins þurfa ólíkir hópar, sem þykir öllum vænt um hálendið, að hefja samtal þó svo að þeir séu ekki alltaf sammála um útfærslur.“ Þá segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, að Hálendið sé verðmæti sem ber að varðveita. „Hálendið á sérstakan stað í hjarta mínu. Hálendið er eini staðurinn þar sem ég hef upplifað algjöra kyrrð og þá tilfinningu að hér geti ekki verið að nokkur maður hafi stigið niður fæti áður, hvort sem það er nú rétt eða ekki. Þessir staðir verða æ sjaldgæfari í heiminum öllum og eru verðmæti sem okkur ber að varðveita.“ Hér má finna nánari upplýsingar um hátíðina. Tónleikar á Íslandi Umhverfismál Tónlist Menning Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Fleiri fréttir László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Landvernd stendur fyrir þessari hátíð og tónleikaseríu þar sem fjölbreytt tónlistaratriði stíga á stokk en ásamt sveitinni Celebs verða GDRN, Lón og Kári. Benedikt Traustason formaður Landvarðafélags Íslands er ræðumaður kvöldsins og Villi Netó kynnir. „Dýrmætasta sem við eigum“ Blaðamaður ræddi við Suðureyrar systkinin Valgeir Skorra, Hrafnkel og Kötlu sem mynda Celebs. „Okkur þykir mikilvægt að fólk hafi það í huga að þetta er ekki sjálfgefið, við erum heppin með náttúruna okkar og eigum að koma fram við hana af þeirri virðingu sem hún á skilið. Við eigum að hlúa að henni, ekki ganga um of á hana en þar sem Íslendingar virðast oft eiga heimsmet í skammsýni þá er það hægara sagt en gert. Ósnortin náttúran er það dýrmætasta sem við eigum og hvetjum við öll til að leggja þessu góða málefni lið.“ Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Bongó, blús & næs með Celebs: Þau segja tónlistina sannarlega nýtast sér vel við ýmsa hluti, þar á meðal að koma áleiðis þeim málefnum sem skiptir þau máli. „Tónlist getur hjálpað okkur að losa um uppbyggða spennu. Hvort sem hún er þung eða hress, lamandi eða lífgandi þá losar tónlist um orku og getur jafnvel hjálpað okkur að bugast ekki gagnvart öllu því rugli sem er í gangi alla daga, á öllum skölum í kringum okkur. Dómsdagur er í nánd og við viljum veita þeim lið sem eru að berjast gegn þeirri þróun og leyfa okkur að dansa smá.“ Markmiðið að efla kærleikann gagnvart Hálendinu Í fréttatilkynningu segir að með tónleikunum vilji Landvernd og listamennirnir sem fram koma vekja athygli á dásemdum Hálendisins. „Á sama tíma viljum við líka benda á þær ógnir er að því steðja. Markmið tónleikanna er að efla kærleikann gagnvart Hálendinu og gefa því málsvara, en víða er að því sótt þessa dagana. Ágóði af tónleikunum verður notaður til að verja og vernda Hálendi Íslands svo við öll og komandi kynslóðir getum notið dásemda þess.“ GDRN, Kári, Celebs og Lón koma fram í Iðnó.Aðsend Benedikt Traustason, formaður Landvarðarfélags Íslands og ræðumaður kvöldsins, segir hátíðina skipta miklu máli. „Hálendið er og á að vera okkar allra en það er alls ekki sjálfgefið að þannig verði það áfram. Ef við viljum að börnin okkar og börnin þeirra fái að njóta hálendisins þurfa ólíkir hópar, sem þykir öllum vænt um hálendið, að hefja samtal þó svo að þeir séu ekki alltaf sammála um útfærslur.“ Þá segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, að Hálendið sé verðmæti sem ber að varðveita. „Hálendið á sérstakan stað í hjarta mínu. Hálendið er eini staðurinn þar sem ég hef upplifað algjöra kyrrð og þá tilfinningu að hér geti ekki verið að nokkur maður hafi stigið niður fæti áður, hvort sem það er nú rétt eða ekki. Þessir staðir verða æ sjaldgæfari í heiminum öllum og eru verðmæti sem okkur ber að varðveita.“ Hér má finna nánari upplýsingar um hátíðina.
Tónleikar á Íslandi Umhverfismál Tónlist Menning Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Fleiri fréttir László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira