Innlent

Bein út­sending: Morgun­fundur um Sunda­braut

Atli Ísleifsson skrifar
Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg, vinnur nú að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi.
Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg, vinnur nú að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Vegagerðin

Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi um Sundabraut þar sem fyrirhuguð framkvæmd verður til kynningar, ásamt áherslum í komandi umhverfismati.Fundurinn hefst klukkan 9:00 og stendur til 10:15.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.

Á fundinum verður farið yfir hvaða valkostir séu til skoðunar varðandi legu Sundabrautar, auk tenginga hennar við byggð og atvinnustarfsemi.

Auk fulltrúa Vegagerðarinnar verða á fundinum fulltrúar verkfræðistofunnar EFLU sem er ráðgjafi í Sundabrautarverkefninu.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.

Dagskrá fundarins:

  • Sundabraut. Framkvæmd í undirbúningi. Helga Jóna Jónasdóttir, verkefnisstjóri Sundabrautar.
  • Sundabraut. Áherslur í umhverfismati. Ragnhildur Gunnarsdóttir, verkfræðingur hjá EFLU.
  • Fundarstjóri: G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar.

Í tilkynningu segir að Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavík, vinni nú að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi.

„Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta, dreifa umferð og bæta tengingar við og innan höfuðborgarsvæðisins, stytta akstursleiðir og ferðatíma og minnka þannig útblástur og mengun.

Áætlaður framkvæmdatími er á árunum 2026-2031. Framkvæmdin verður boðin út sem samvinnuverkefni,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×