Messa sem eykur sýnileika íslenskrar myndlistar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. október 2023 16:00 Lísa Björg Attensperger ræddi við blaðamann um TORG listamessu. Aðsend TORG listamessa fer fram dagana 6. - 15. október á Korpúlfsstöðum. Er þetta í fimmta sinn Samband Íslenskra Myndlistarmanna stendur fyrir listamessunni. Auðveldi fólki að kynna sér samtímalist Í fréttatilkynningu kemur meðal annars fram að um sé að ræða einn stærsta kynningar- og söluvettvang myndlistar á Íslandi. Yfir 60 listamenn taka þátt í ár og sýningarstjóri TORGsins er Ægis Zita „Tilgangur listamessunnar er meðal annars að auka sýnileika íslenskrar myndlistar og gera fólki auðveldara fyrir að kynna sér samtímalist eftir íslenska og erlenda listamenn sem búa hér á landi,“ segir í fréttatilkynningu. Opnun listamessunnar fer fram föstudaginn 6. október á milli klukkan 17 og 19. Messan verður síðan opin helgarnar 7.-8. október og 14.-15. október frá 12-17. „Þetta eru bæði þekktir listamenn og listamenn sem eru að taka sín fyrstu skref. Útskriftarnemendur frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands verða einnig með sameiginlegan bás á listamessunni í ár,“ segir Lísa Björg Attensperger, kynningarfulltrúi listamessunar. View this post on Instagram A post shared by Torg - Listamessa í Reykjavík (@torglistamessa) Listamannarekin listamessa Aðspurð hvað einkenni listamessuna svarar Lísa: „Þetta er skipulagt af Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM) en listamennirnir sjálfir eru í forgrunni. Það mætti því segja að þetta sé listamannarekin listamessa. Listamennirnir sjálfir eru á staðnum að kynna sín verk fyrir almenningi milliliðalaust, þ.e. þeir selja sín verk beint til kaupenda. Þátttakendur koma úr öllum listgreinum SÍM, en á messunni verða meðal annars málverk, skúlptúrar, grafíkverk, ljósmyndir og textíll.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um Torgið. Myndlist Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Auðveldi fólki að kynna sér samtímalist Í fréttatilkynningu kemur meðal annars fram að um sé að ræða einn stærsta kynningar- og söluvettvang myndlistar á Íslandi. Yfir 60 listamenn taka þátt í ár og sýningarstjóri TORGsins er Ægis Zita „Tilgangur listamessunnar er meðal annars að auka sýnileika íslenskrar myndlistar og gera fólki auðveldara fyrir að kynna sér samtímalist eftir íslenska og erlenda listamenn sem búa hér á landi,“ segir í fréttatilkynningu. Opnun listamessunnar fer fram föstudaginn 6. október á milli klukkan 17 og 19. Messan verður síðan opin helgarnar 7.-8. október og 14.-15. október frá 12-17. „Þetta eru bæði þekktir listamenn og listamenn sem eru að taka sín fyrstu skref. Útskriftarnemendur frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands verða einnig með sameiginlegan bás á listamessunni í ár,“ segir Lísa Björg Attensperger, kynningarfulltrúi listamessunar. View this post on Instagram A post shared by Torg - Listamessa í Reykjavík (@torglistamessa) Listamannarekin listamessa Aðspurð hvað einkenni listamessuna svarar Lísa: „Þetta er skipulagt af Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM) en listamennirnir sjálfir eru í forgrunni. Það mætti því segja að þetta sé listamannarekin listamessa. Listamennirnir sjálfir eru á staðnum að kynna sín verk fyrir almenningi milliliðalaust, þ.e. þeir selja sín verk beint til kaupenda. Þátttakendur koma úr öllum listgreinum SÍM, en á messunni verða meðal annars málverk, skúlptúrar, grafíkverk, ljósmyndir og textíll.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um Torgið.
Myndlist Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira