Innlent

Nú má heita Ezra Óbi og Bábó Merkel

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mannanafnanefnd hefur samþykkt níu ný eignarnöfn sem nýbakaðir foreldrar geta nú gefið börnunum sínum.
Mannanafnanefnd hefur samþykkt níu ný eignarnöfn sem nýbakaðir foreldrar geta nú gefið börnunum sínum. Getty

Mannanafnanefnd birti í dag sautján nýja úrskurði sína þar sem þónokkur mismunandi eignarnöfn voru samþykkt. Þá var þremur beiðnum hafnað.

Kvenkyns eignarnöfnin Eldrós, Evin, Zulima, Kaia, Tatía, Broteva, Babó, Winter, Merkel og Brynylfa voru samþykkt og það sama má segja um karlkyns eignarnöfnin Ezra, Andrei, og Brynjarr.

Eitt millinafn var tekið fyrir, það var Árland og var samþykkt.

Fyrir rúmum mánuði birti nefndin einnig einn úrskurð. Þar var karlkyns eignarnafnið Óbi samþykkt.

Octavía og Cara, kvenkyns eignarnöfnum var hafnað. Og þá má ekki taka upp föðurkenninguna Barteksdóttir.

Í síðastnefndu beiðninni var óskað eftir því að foreldrar mættu kenna dóttur sína við föður hennar Bartosz. Nafnið sem þau lögðu til hafði verið aðlagað að íslensku máli, og var líkt og áður segir Barteksdóttir.

Hins vegar vildi Mannanafnanefnd meina að þar væri ekki verið að vísa í nafnið Bartosz, heldur annað nafn sem væri bartek. Nefndin sagði að ekki væri heimild fyrir slíku í lögum um mannanöfn og því var beiðninni hafnað.

Líkt og áður segir var kvenkyns eignarnafnið Zulima samþykkt, en Fjölmiðlakonan þjóðþekkta Lára Ómarsdóttir hefur tekið það upp, en amma hennar bar það. Hún heitir nú Lára Zulima Ómarsdóttir.

Uppfært: í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar var einungis fjallað um tólf nýja úrskurði mannanafnanefndar, en nú hafa fleiri úrskurðir hennar verið birtir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.