Skóreimum stolið á Höfn í Hornafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. október 2023 20:05 Stígvéla- og skómaður á Höfn í Hornafirði, Hrafn Margeir Heimisson. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimamenn á Höfn í Hornafirði kippa sér ekkert upp við öll stígvélin og skóna sem íbúi á staðnum er með sýnis á steinvegg við garð sinn en ferðamenn, sem sækja staðinn heim verða alltaf jafn hissa og mynda stígvélin og skóna í gríð og erg. Reimunum er þó oft stolið. Hér erum við að tala um Hafnarbraut 26 á Höfn þar sem Hrafn Margeir Heimisson sjómaður býr. Stígvélin og skórnir í garðinum hans vekja alltaf mikla athygli þó heimamenn séu hættir að kippa sér upp við uppátæki Hrafns. En hvaðan koma allir skórnir? „Ég átti nú suma og svo hefur annað verið skilið eftir hér og fólk bætt þannig við söfnunina hjá mér, það eru þó mest gönguskór,“ segir Hrafn Margeir og bætir við. „Svo eru nú einhverjir sem fjarlægja alltaf eitthvað, það hverfa stígvél og skór annars slagið og svo bætist í hópinn annars staðar.“ En hvernig datt þér þetta í hug? „Það vantaði bara bút hér í girðinguna og þess vegna var þetta upplagt. Stígvélin og skórnir vekja alltaf mikla athygli hjá ferðamönnunum, þeim finnst gaman að taka myndir af þessu,“ segir Hrafn Margeir. Stígvélin eru litskrúðug og vekja alltaf mikla athygli, eins og skórnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrafn segist oft hafa lent í því að reimunum úr skónum á veggnum er stolið. „Já, þær hverfa alltaf eitthvað en nú er ég byrjaður að líma reimarnar ef ég set nýja skó á vegginn.“ Hrafn hefur oft lent í því að reimunum er stolið úr skónum en nú er hann farin að líma þær fastar til að bregðast við þjófnaðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En má fólk koma með skóna sína og setja hérna? „Ég er ekkert að mælast til þess, ég á fullan kassa af skóm, ef ég vil eitthvað, ég þarf að fara að grisja í þessu hjá mér,“ segir Hrafn Margeir glottandi. En hvað finnst bæjarbúum um þetta ? „Ég hef svo sem ekkert spurt að því en það er misjafnt hvað fólki finnst fallegt. Ég hef gaman að því að vera öðruvísi en aðrir.“ Hrafn segist ekkert kippa sér við það þegar fólk er að mynda skótauið á veggnum og hann er ánægður með alla þá ferðamenn, sem sækja Höfn heim. „Það er fínt, ég veit ekki hvernig við værum stödd ef þeir væru ekki hérna til að hressa upp á fjárhaginn, þeir bjarga öllu“, segir Hrafn Margeir, íbúi á Höfn. Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Sjá meira
Hér erum við að tala um Hafnarbraut 26 á Höfn þar sem Hrafn Margeir Heimisson sjómaður býr. Stígvélin og skórnir í garðinum hans vekja alltaf mikla athygli þó heimamenn séu hættir að kippa sér upp við uppátæki Hrafns. En hvaðan koma allir skórnir? „Ég átti nú suma og svo hefur annað verið skilið eftir hér og fólk bætt þannig við söfnunina hjá mér, það eru þó mest gönguskór,“ segir Hrafn Margeir og bætir við. „Svo eru nú einhverjir sem fjarlægja alltaf eitthvað, það hverfa stígvél og skór annars slagið og svo bætist í hópinn annars staðar.“ En hvernig datt þér þetta í hug? „Það vantaði bara bút hér í girðinguna og þess vegna var þetta upplagt. Stígvélin og skórnir vekja alltaf mikla athygli hjá ferðamönnunum, þeim finnst gaman að taka myndir af þessu,“ segir Hrafn Margeir. Stígvélin eru litskrúðug og vekja alltaf mikla athygli, eins og skórnir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrafn segist oft hafa lent í því að reimunum úr skónum á veggnum er stolið. „Já, þær hverfa alltaf eitthvað en nú er ég byrjaður að líma reimarnar ef ég set nýja skó á vegginn.“ Hrafn hefur oft lent í því að reimunum er stolið úr skónum en nú er hann farin að líma þær fastar til að bregðast við þjófnaðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En má fólk koma með skóna sína og setja hérna? „Ég er ekkert að mælast til þess, ég á fullan kassa af skóm, ef ég vil eitthvað, ég þarf að fara að grisja í þessu hjá mér,“ segir Hrafn Margeir glottandi. En hvað finnst bæjarbúum um þetta ? „Ég hef svo sem ekkert spurt að því en það er misjafnt hvað fólki finnst fallegt. Ég hef gaman að því að vera öðruvísi en aðrir.“ Hrafn segist ekkert kippa sér við það þegar fólk er að mynda skótauið á veggnum og hann er ánægður með alla þá ferðamenn, sem sækja Höfn heim. „Það er fínt, ég veit ekki hvernig við værum stödd ef þeir væru ekki hérna til að hressa upp á fjárhaginn, þeir bjarga öllu“, segir Hrafn Margeir, íbúi á Höfn.
Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Sjá meira