Nýsleginn formaður situr fyrir svörum Árni Sæberg skrifar 1. október 2023 17:01 Gísli Snær situr fyrir svörum í Norræna húsinu á morgun. Kvikmyndamiðstöð Íslands/Vísir/Vilhelm Gísli Snær Erlingsson, sem er nýtekinn við sem formaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, mun sitja fyrir svörum og ræða framtíðarsýn stofnunarinnar á opnum fundi með kvikmyndagerðarfólki á morgun, mánudag, klukkan 16 í Norræna húsinu. Þetta segir í tilkynningu frá RIFF, en svokallaðir bransadagar hátíðarinnar hefjast á morgun. Þar segir að formenn fagfélaga í kvikmyndagerð muni stýra umræðunum. Þar á meðal séu Anton Máni Svansson formaður Samtaka íslenskra kvikmyndagerðarmanna, Ragnar Bragason, formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra, Steingrímur Dúi Másson formaður Félags kvikmyndagerðarmanna og María Reyndal fyrir hönd Félags handritshöfunda. Í tilkynningu segir að bransadagar RIFF fari fram í vikunni og að þar fari fram umræður um spennandi og áríðandi málefni í kvikmyndagerð, spjallað verði við heiðursgesti og RIFFspjallið verði á sínum stað, sem sé tileinkað ungum og upprennandi kvikmyndagerðarmönnum. Málþing um kvikmyndir um umhverfismál Þá segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, muni veita Óskarsverðlaunahafanum og kvikmyndaleikstjóranum Luc Jacquet umhverfisverðlaun RIFF, Græna lundann, við hátíðlega athöfn á þriðjudag klukkan 16 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Einnig fari fram málþing um mikilvægi kvikmynda sem fjalla um umhverfismál og líffræðilegan fjölbreytileika. Stjórnandi málþings verði Sverrir Norland, rithöfundur, og þátttakendur Andri Snær Magnason, rithöfundur, Unnur Björnsdóttir, meðlimur í ungum umhverfissinnum, Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands, og Snorri Sigurðsson, sviðstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Kvikmyndagerð á Íslandi RIFF Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá RIFF, en svokallaðir bransadagar hátíðarinnar hefjast á morgun. Þar segir að formenn fagfélaga í kvikmyndagerð muni stýra umræðunum. Þar á meðal séu Anton Máni Svansson formaður Samtaka íslenskra kvikmyndagerðarmanna, Ragnar Bragason, formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra, Steingrímur Dúi Másson formaður Félags kvikmyndagerðarmanna og María Reyndal fyrir hönd Félags handritshöfunda. Í tilkynningu segir að bransadagar RIFF fari fram í vikunni og að þar fari fram umræður um spennandi og áríðandi málefni í kvikmyndagerð, spjallað verði við heiðursgesti og RIFFspjallið verði á sínum stað, sem sé tileinkað ungum og upprennandi kvikmyndagerðarmönnum. Málþing um kvikmyndir um umhverfismál Þá segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, muni veita Óskarsverðlaunahafanum og kvikmyndaleikstjóranum Luc Jacquet umhverfisverðlaun RIFF, Græna lundann, við hátíðlega athöfn á þriðjudag klukkan 16 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Einnig fari fram málþing um mikilvægi kvikmynda sem fjalla um umhverfismál og líffræðilegan fjölbreytileika. Stjórnandi málþings verði Sverrir Norland, rithöfundur, og þátttakendur Andri Snær Magnason, rithöfundur, Unnur Björnsdóttir, meðlimur í ungum umhverfissinnum, Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands, og Snorri Sigurðsson, sviðstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Kvikmyndagerð á Íslandi RIFF Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira