Innlent

Fjögurra bíla á­rekstur á Hafnar­fjarðar­vegi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Slysið varð nú rétt fyrir klukkan 17:00. Myndin er síðan í sumar. 
Slysið varð nú rétt fyrir klukkan 17:00. Myndin er síðan í sumar.  Vísir/Vilhelm

Fjögurra bíla á­rekstur varð á Hafnar­fjarðar­vegi við N1 bensín­stöðina í Kópa­vogi. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá slökkvi­liði var slysið minni­háttar.

Jónas Árna­son, varð­stjóri hjá slökkvi­liðinu á höfuð­borgar­svæðinu, segir í sam­tali við Vísi að einn hafi verið fluttur til skoðunar á slysa­deild vegna slyssins. Töluverð umferð er á veginum, enda háannatími.

Ekki liggur fyrir hve margir voru í bílunum. Þá liggur ekki fyrir hve miklar skemmdir urðu á þeim. Að sögn Jónasar er út­lit fyrir að þær séu minni­háttar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×