Lífið

Spjallaði of mikið og gleymdi sér

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tíminn flaug frá Ágústu.
Tíminn flaug frá Ágústu.

Í öðrum þætti af Útliti kepptu sjö hæfileikaríkir förðunarfræðingar í tveimur spennandi og krefjandi áskorunum.

Um er að ræða raunveruleikaþætti á Stöð 2 á föstudagskvöldum. Hver þáttur hefur sitt þema sem reynir á tækni og sköpunargáfu keppenda.

Marín Manda er umsjónarmaður þáttanna en dómarar í hverri viku eru þau Ísak Freyr og Harpa Káradóttir.

Í síðasta þætti fékk Ágústa Sif Aðalsteinsdóttir tíu mínútna forskot í einni áskoruninni þar sem hún hafði unnið sér það inn. Hún spjallaði aftur á móti allt of lengi við módelið sitt og gleymdi sér og fór forskot hennar fyrir bý.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+.

Klippa: Spjallaði of mikið og gleymdi sér





Fleiri fréttir

Sjá meira


×