Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan 12. Vísir

Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Við heyrum í björgunaraðilum í hádegisfréttum.

Þar heyrum við líka í Guðmundi Inga Guðbrandssyni félags- og vinnumarkaðsráðherra. Hann segir afar áríðandi að rými sé í samfélaginu fyrir fólk til að greina frá hatursorðræðu og fordómum. Mikilvægt sé að skrá öll tilfelli og að brugðist sé við þeim.

Formaður PCOS samtakanna segir þörf á frekari vitundarvakningu um fjölblöðrueggjastokkaheilkenni. Átta til þrettán prósent kvenna eru með heilkennið en sjötíu prósent vita ekki af því. Blásið er til ráðstefnu í dag.

Hjartaknúsarinn Julio Iglesias er áttræður í dag. Hann er vinsælasti söngvari í sögu Spánar og enginn söngvari hefur gefið út plötur á eins mörgum tungumálum. Við rýnum í sögu söngvarans í hádegisfréttum.

Við tökum púlsinn á bæjarstjóra Snæfellsbæjar og heyrum í körfuboltahreyfingunni sem andar léttar enda búið að semja um kaup og kjör við dómara.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.