Lífið

Skærasta stjarna Ítalíu sækir um skilnað

Boði Logason skrifar
Tiziano Ferro fyllti San Siro í Mílanó þrjú kvöld í röð í júní síðastliðnum.
Tiziano Ferro fyllti San Siro í Mílanó þrjú kvöld í röð í júní síðastliðnum. Getty

Ítalski söngvarinn Tiziano Ferro tilkynnti aðdáendum sínum í gær að hann hafi sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, Victori Allen. 

Tiziano er lang frægasti poppsöngvari Ítalíu og hefur einnig skapað sér stórt nafn bæði á Spáni og í Suður-Ameríku.

Tiziano og Victor tilkynntu um giftingu sína í júlí árið 2019.Facebook

Söngvarinn talaði til aðdáenda sinna í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum í gær. Í færslunni, sem er á ítölsku, spænsku og ensku, bað hann aðdáendur sína afsökunar á að þurfa að aflýsa viðburðum í haust, þar á meðal viðburðum tengdum útgáfu skáldsögu sem hann hefur unnið að síðustu misseri.

„Þessir erfiðu tímar munu líða hjá og við munum hlægja og syngja saman á ný, tala um bókina mína, lífið mitt...okkar líf,“ skrifaði hann til aðdáenda sinna.

Victor og Tiziano kynntust fyrir sex árum síðan og giftu sig í Sabaudia á Ítalíu í júlí árið 2019. Þeir eiga tvö börn saman. Tiziano segir í færslunni að hann megi ekki fara með börnin til Ítalíu á meðan skilnaðurinn gengur í gegn en hjónin eru búsett í Los Angeles.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.