„Þetta var eins og sprenging“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. september 2023 06:01 Ottó segist ekki hafa séð fólksbílinn þegar hann skall skyndilega á honum. Vísir/Vilhelm Sendibílstjóri sem fékk fólksbíl aftan á sig á miklum hraða við Stekkjarbakka í Breiðholti um helgina segir það hafa verið líkt og sprengingu að fá bílinn aftan á sig. Hann segist þakka guði fyrir að bíllinn hafi lent á sínum sendibíl frekar en öðru ökutæki, vegna þess hve illa það hefði getað farið. Slysið varð síðastliðinn sunnudagsmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu má líklega rekja slysið til veikinda ökumanns í fólksbílnum. Meiðsli ökumannsins eru sögð minniháttar. „Ég hef aldrei upplifað annað eins högg. Bíllinn kastaðist upp í loft að aftan og það þarf engan smáræðis kraft til þess að lyfta svona sendibíl,“ segir Ottó Albert Bjarnarsson, fertugur sendibílstjóri í samtali við Vísi. Hann segist verkjaður eftir slysið en telur sig hafa sloppið ótrúlega vel. Lyfta sendibílsins og kassi eru ónýt eftir slysið. Ottó segir að hugur sinn sé fyrst og fremst hjá ökumanni hins bílsins. „Maður sá hann aldrei koma. Ég var að keyra þarna og hafði séð hann þarna niður frá rétt við ljósin og þá var hann utan vegar. Ég hélt hann væri bara með bilaðan bíl. Ég keyri áfram og þá verður bara eins og sprenging og bíllinn, sem er um 3,3 tonn, tekst á loft. Ég keyrði út í kant og þá kom hann lullandi eins og í hægagangi framhjá, niður í gil og á staurinn.“ iPhone sími Ottós hringdi á neyðarlínuna við skellinn. Nýr eiginleiki í Apple símunum. Vísir/Vilhelm Ottó segist hafa spurt sjúkraliða sem hlúðu að honum hvernig maðurinn hefði það. Hann segir slysið hafa litið afar illa út, hann hafi allt eins átt von á því að maðurinn væri látinn. „Þau sögðu mér að hann væri á lífi og ég var mjög feginn. Ég hélt hann væri dáinn því þetta var rosalegasta högg sem ég hef upplifað. Bíllinn hans er pottþétt gjörónýtur. Svo er lyftan og kassinn á mínum bíl ónýt.“ Feginn að það hafi ekki verið einhver annar Ottó ber sig vel þrátt fyrir að vera verkjaður eftir slysið. Hann segist fyrst og fremst feginn því að fólksbílnum hafi verið ekið á hann því hann hafi verið á bíl sem gat betur tekið við því gríðarlega höggi sem fylgdi árekstrinum. „Ég er rosalega feginn svona eftir á að hyggja. Það er kannski bara ágætt að ég hafi verið þarna en ekki einhver annar,“ segir Ottó. Ottó segir ljóst að kassi bílsins sé ónýtur og lyfta hans sömuleiðis eftir slysið.Vísir/Vilhelm Frekar en einhver á smábíl? „Já. Það hefði verið hræðilegt. Alveg hræðilegt. Ég hef hugsað mikið um þetta. Ég var löngu hættur að vinna um helgar en það var árshátíð á Sendibílastöðinni, vöntun á bílum. Þessi kona hringdi á föstudag og bað um þetta og ég kunni ekki við það að segja nei og vildi redda þessu. Ef ég hefði lagt af stað aðeins fyrr eða aðeins seinna þá hefði ég ekki verið þarna. Maður er akkúrat þarna á réttum tíma. Alveg magnaður andskoti.“ Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Sjá meira
Slysið varð síðastliðinn sunnudagsmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu má líklega rekja slysið til veikinda ökumanns í fólksbílnum. Meiðsli ökumannsins eru sögð minniháttar. „Ég hef aldrei upplifað annað eins högg. Bíllinn kastaðist upp í loft að aftan og það þarf engan smáræðis kraft til þess að lyfta svona sendibíl,“ segir Ottó Albert Bjarnarsson, fertugur sendibílstjóri í samtali við Vísi. Hann segist verkjaður eftir slysið en telur sig hafa sloppið ótrúlega vel. Lyfta sendibílsins og kassi eru ónýt eftir slysið. Ottó segir að hugur sinn sé fyrst og fremst hjá ökumanni hins bílsins. „Maður sá hann aldrei koma. Ég var að keyra þarna og hafði séð hann þarna niður frá rétt við ljósin og þá var hann utan vegar. Ég hélt hann væri bara með bilaðan bíl. Ég keyri áfram og þá verður bara eins og sprenging og bíllinn, sem er um 3,3 tonn, tekst á loft. Ég keyrði út í kant og þá kom hann lullandi eins og í hægagangi framhjá, niður í gil og á staurinn.“ iPhone sími Ottós hringdi á neyðarlínuna við skellinn. Nýr eiginleiki í Apple símunum. Vísir/Vilhelm Ottó segist hafa spurt sjúkraliða sem hlúðu að honum hvernig maðurinn hefði það. Hann segir slysið hafa litið afar illa út, hann hafi allt eins átt von á því að maðurinn væri látinn. „Þau sögðu mér að hann væri á lífi og ég var mjög feginn. Ég hélt hann væri dáinn því þetta var rosalegasta högg sem ég hef upplifað. Bíllinn hans er pottþétt gjörónýtur. Svo er lyftan og kassinn á mínum bíl ónýt.“ Feginn að það hafi ekki verið einhver annar Ottó ber sig vel þrátt fyrir að vera verkjaður eftir slysið. Hann segist fyrst og fremst feginn því að fólksbílnum hafi verið ekið á hann því hann hafi verið á bíl sem gat betur tekið við því gríðarlega höggi sem fylgdi árekstrinum. „Ég er rosalega feginn svona eftir á að hyggja. Það er kannski bara ágætt að ég hafi verið þarna en ekki einhver annar,“ segir Ottó. Ottó segir ljóst að kassi bílsins sé ónýtur og lyfta hans sömuleiðis eftir slysið.Vísir/Vilhelm Frekar en einhver á smábíl? „Já. Það hefði verið hræðilegt. Alveg hræðilegt. Ég hef hugsað mikið um þetta. Ég var löngu hættur að vinna um helgar en það var árshátíð á Sendibílastöðinni, vöntun á bílum. Þessi kona hringdi á föstudag og bað um þetta og ég kunni ekki við það að segja nei og vildi redda þessu. Ef ég hefði lagt af stað aðeins fyrr eða aðeins seinna þá hefði ég ekki verið þarna. Maður er akkúrat þarna á réttum tíma. Alveg magnaður andskoti.“
Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Sjá meira