Lífið

Sigurður Ingi kominn með nýja mjöðm

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson í Kryddsíldinni síðustu áramót. Hann mætir með nýja mjöðm í komandi Kryddsíld sem og önnur verkefni.
Sigurður Ingi Jóhannsson í Kryddsíldinni síðustu áramót. Hann mætir með nýja mjöðm í komandi Kryddsíld sem og önnur verkefni. Vísir/Hulda Margrét

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra missti aldrei þessu vant af réttunum í ár þar sem hann er fastagestur. Ástæðan er sú að hann gekkst undir mjaðmaskiptaaðgerð í liðinni viku.

Ráðherrann greinir frá þessu á Facebook og deilir með vinum sínum mynd af sólríkum mánudegi í Syðra-Langholti, sveit sinni. Stór réttarhelgi að baki.

Svona var um að litast í sveit Sigurðar Inga í dag.Sigurður Ingi

„Aldrei þessu vant komst ég ekki í réttirnar og kom það til af góðu. Í síðustu viku gekkst ég undir aðgerð þar sem skipt var um mjöðm en síðustu árin hefur sú hægri valdið mér miklum óþægindum,“ segir Sigurður Ingi.

Hann virðist afar ánægður með aðgerðina.

„Það er ótrúlegt hvað tæknin er orðin góð. Öll umgjörðin til fyrirmyndar og hlýjan og viðmótið einstakt. Sama dag og lærleggurinn var sagaður í sundur var ég farinn að staulast um. Ég get vart lýst því hversu mikill léttir það er að vera laus við verkina.“

Þing kemur samana á morgun eftir sumarfrí. Sigurður Ingi verður fjarri góðu gamni en stefnir á að verða kominn á sprett innan tíðar.

„Ég verð næstu daga í fjarvinnu frá Syðra-Langholti en mun innan skamms mæta hlaupandi í ráðuneyti og á þing.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×