Innlent

Lýsa eftir öku­manni sem ók á kú í Hörg­ár­dal

Atli Ísleifsson skrifar
Atvikið átti sér stað ekki langt frá Jónasarlundi í Hörgárdal. Myndin er úr safni.
Atvikið átti sér stað ekki langt frá Jónasarlundi í Hörgárdal. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Akureyri hefur lýst eftir ökumanni sem ók bíl sínum af vettvangi eftir að hafa ekið á kú í Hörgárdal við Jónasarlund á Þjóðvegi 1 rétt eftir klukkan 15:30 í gær. Sömuleiðis er lýst eftir vitnum að atvikinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Þar segir að bíllinn sem um ræðir sé hvítur að lit og hafi verið á suðurleið. Ekki liggi fyrir frekari lýsing á bílnum.

„Ökumaður bifreiðarinnar er hvattur til að gefa sig fram eða setja sig í samband við lögregluna á Norðurlandi eystra í gegnum Neyðarlínuna, 112.

Þá eru þeir sem telja sig hafa upplýsingar um ákeyrsluna, bifreiðina eða ökumanninn beðnir um að hafa samband við lögregluna á Akureyri með sama hætti,“ segir í færslunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×