Innlent

Ó­venju mörg út­köll vegna brennandi raf­hlaupa­hjóla

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hlaupahjól sem kviknaði í.
Hlaupahjól sem kviknaði í. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu

Slökkvi­liðið á höfuð­borgar­svæðinu hefur farið í ó­venju mörg út­köll vegna elds sem komið hefur upp vegna raf­hlaupa­hjóla í heima­húsum undan­farinn sólar­hring.

Davíð Frið­jóns­son, varð­stjóri hjá slökkvi­liðinu, segir í sam­tali við Vísi að slökkvi­lið hafi farið í þrjú út­köll síðast­liðinn sóla­hring. Eitt hafi verið í vestur­bæ Reykja­víkur þar sem eldur kom upp í raf­hlaupa­hjóli sem skilið var í hleðslu í bíl­skúr.

Davíð segir slökkvi­lið brýna fyrir fólki að hlaða ekki slík hjól innan­dyra og að geyma þau ekki inni í­búa­rýmum, og nota hleðslu­tæki sem ætluð eru hjólinu. Að sögn Davíðs eru hleðslu­tækin sem fylgja hjólunum mis­góð.

Flestir fram­leið­endur hér á landi hafi þó öryggis­staðla á hreinu. Það dugi þó ekki til og geti raf­hlöður hjólanna oft hitnað mikið snögg­lega.

Hann segir út­köllum vegna bruna í slíkum tækjum hafa fjölgað gríðar­lega hjá slökkvi­liðinu. Hann hefur ekki ná­kvæmar tölur yfir fjölda út­kalla í hverjum mánuði en segir fjöldi út­kalla síðast­liðinn sólar­hring ó­venju mikinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×