Innlent

Hótaði gestum veitinga­staðar í Mos­fells­bæ með egg­vopni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nokkrar tilkynningar bárust um einstaklinga í annarlegu ástandi.
Nokkrar tilkynningar bárust um einstaklinga í annarlegu ástandi. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um kvöldmatarleytið í gær um mann sem var að ógna starfsfólki veitingastaðar í Mosfellsbæ með eggvopni. Maðurinn ók í burtu en var stöðvaður skömmu síðar og reyndist undir áhrifum fíkniefna.

Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Lögreglu barst einnig tilkynning um líkamsárás í miðborginni, þar sem minniháttar meiðsl urðu á aðilum. Er málið í rannsókn. Þá var maðurinn handtekinn í póstnúmerinu 105, grunaður um brot á vopnalögum.

Tvær tilkynningar bárust um þjófnaði úr verslun, í miðborginni og Hafnarfirði. Þá var unglingur sem féll á reiðhjóli á Seltjarnarnesi fluttur á Landspítala með sjúkrabifreið til skoðunar.

Nokkuð barst af tilkynningum um einstaklinga í annarlegu ástandi. Þá voru nokkrir stöðvaðir í umferðinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×