Átta ára fangelsi fyrir hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2023 16:48 Málið var til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi yfir fjögurra ára tímabil. Hann þarf að greiða eiginkonu sinni fyrrverandi sjö milljónir króna í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í héraði í dag. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi en dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólsins enn sem komið er. Ákæran á hendur manninum var í þrettán liðum og var hann sakfelldur í þeim öllum. Hann var meðal annars sakaður um að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, þar af eitt skipti á brúðkaupsnótt þeirra, og annað skipti yfir landsleik í handbolta. Þá var hann í nokkrum tilvikum sakaður um hafa nauðgað henni og í flestum tilvikum veist að henni svo harkalega að hún hlaut líkamlega áverka. Einnig var hann sakaður um að hafa ítrekað reynt að stinga flöskum í leggöng og endaþarm konu sinnar, svívirt hana og haft samræði við hana gegn vilja. Í einu tilviki var sagt frá því að maðurinn hefði slegið eiginkonu sína ítrekað, kastað innanstokksmun í höfuð hennar, lamið á kynfærasvæði hennar og traðkað á líkama hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut lífshættulega áverka. Karlmaðurinn var handtekinn þann 25. febrúar þegar tilkynnt var um heimilisofbeldi á sameiginlegu heimili hans og eiginkonu. Um var að ræða atvikið þar sem konan hlaut lífshættulega áverka. Hann hefur síðan þá sætt gæsluvarðhaldi. Hann neitaði að stærstum hluta sök í skýrslutöku hjá lögreglu og sagði að konan hefði ráðist á sig og hann ýtt henni frá sér í sjálfsvörn. Hann væri fórnarlambið, ekki konan. Dómurinn sakfelldi manninn í öllum ákæruliðum og dæmdi í átta ára fangelsi. Dómsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Ógeðfellt kynferðisbrotamál: Ofbeldi á brúðkaupsnótt og yfir landsleik í handbolta Karlmaður sem sakaður er um nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir ítrekuð brot gagnvart eiginkonu sinni á fjögurra ára tímabili. Brot mannsins gætu varðað allt að sextán ára fangelsi. Miskabótakrafa konunnar hljóðar upp á níu milljónir króna. 21. júlí 2023 11:51 Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp. 23. mars 2023 10:37 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í héraði í dag. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi en dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólsins enn sem komið er. Ákæran á hendur manninum var í þrettán liðum og var hann sakfelldur í þeim öllum. Hann var meðal annars sakaður um að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, þar af eitt skipti á brúðkaupsnótt þeirra, og annað skipti yfir landsleik í handbolta. Þá var hann í nokkrum tilvikum sakaður um hafa nauðgað henni og í flestum tilvikum veist að henni svo harkalega að hún hlaut líkamlega áverka. Einnig var hann sakaður um að hafa ítrekað reynt að stinga flöskum í leggöng og endaþarm konu sinnar, svívirt hana og haft samræði við hana gegn vilja. Í einu tilviki var sagt frá því að maðurinn hefði slegið eiginkonu sína ítrekað, kastað innanstokksmun í höfuð hennar, lamið á kynfærasvæði hennar og traðkað á líkama hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut lífshættulega áverka. Karlmaðurinn var handtekinn þann 25. febrúar þegar tilkynnt var um heimilisofbeldi á sameiginlegu heimili hans og eiginkonu. Um var að ræða atvikið þar sem konan hlaut lífshættulega áverka. Hann hefur síðan þá sætt gæsluvarðhaldi. Hann neitaði að stærstum hluta sök í skýrslutöku hjá lögreglu og sagði að konan hefði ráðist á sig og hann ýtt henni frá sér í sjálfsvörn. Hann væri fórnarlambið, ekki konan. Dómurinn sakfelldi manninn í öllum ákæruliðum og dæmdi í átta ára fangelsi.
Dómsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Ógeðfellt kynferðisbrotamál: Ofbeldi á brúðkaupsnótt og yfir landsleik í handbolta Karlmaður sem sakaður er um nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir ítrekuð brot gagnvart eiginkonu sinni á fjögurra ára tímabili. Brot mannsins gætu varðað allt að sextán ára fangelsi. Miskabótakrafa konunnar hljóðar upp á níu milljónir króna. 21. júlí 2023 11:51 Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp. 23. mars 2023 10:37 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Ógeðfellt kynferðisbrotamál: Ofbeldi á brúðkaupsnótt og yfir landsleik í handbolta Karlmaður sem sakaður er um nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir ítrekuð brot gagnvart eiginkonu sinni á fjögurra ára tímabili. Brot mannsins gætu varðað allt að sextán ára fangelsi. Miskabótakrafa konunnar hljóðar upp á níu milljónir króna. 21. júlí 2023 11:51
Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp. 23. mars 2023 10:37