Innlent

Sam­keppni, út­lendinga­mál, Borgar­lína og hval­veiðar

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Fyrsti gestur Kristján Kristjánssonar á Sprengisandi í dag verður Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Hann ætlar að rökstyðja ákvörðun eftirlitsins að sekta Samskip um 4,3 milljarða króna vegna brota á samkeppnislögum.

Því næst mætir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, en hún kallar eftir samstöðu um útlendingamál og hefur skorað á forsætisráðherra að kalla saman formenn stjórnmálaflokkanna til viðræðna.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mætir um kl. 1100 og fjallar um ákvarðanir sínar í hvalveiðimálinu, áform um breytingar á fiskveiðistefnunni og samstarfið við ríkisstjórnarborðið eftir að bæði Framsóknar- og Sjálfstæðismenn höfðu fordæmt ákvörðun hennar um frestun hvalveiða og krafist afturköllunar.

Síðast mæta borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Dóra Björt Guðjónsdóttir og ræða Borgarlínuna. Þau munu ræða hvort nú sé rétti tíminn til að endurskoða áform um hana, hvort hún sé orðin of dýr og hugmyndin kannski ekki jafn snjöll og talið var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×